Var ekki viss um að hún yrði þrítug

Frances Cobain fagnar hækkandi aldri.
Frances Cobain fagnar hækkandi aldri. Skjáskot/Instagram

Frances Bean Cobain var ekki viss um að hún myndi ná að lifa til þrítugs. Frances er dóttir Kurts Cobain og Courtney Love en faðir hennar lést aðeins 27 ára. Hún var eins árs þegar hann lést. Frances deildi færslu á Instagram þar sem hún segir að hún hafi ekki verið viss þegar hún var tvítug að hún yrði mikið eldri. 

„30!! Ég náði því, tvítuga ég var ekki viss um að ég myndi ná því. Á þeim tíma var ég á dimmum stað og leið illa með sjálfa mig, var óörugg, var með eyðileggjandi viðbrögð við öllu og fleiri áföll í líkamanum en heilinn gat ráðið við. Ég sá mig ekki á réttan hátt og var reið út í allt og alla. Síðan upplifði ég lífsreynslu þar sem ég var næstum dáin og það fékk mig til að lifa lífinu. Ég er glöð að hafa sannað fyrir sjálfri mér að ég hafði rangt fyrir mér,“ skrifaði hún á Instagram.

Hún segist jafnframt vera spennt fyrir framtíðinni og er virkilega þakklát fyrir að vera ekki á sama stað og hún var.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.