Tekur nýja kærastann í sátt

Michael Owen ásamt dóttur sinni, Gemmu Rose.
Michael Owen ásamt dóttur sinni, Gemmu Rose. Skjáskot/Instagram

Svo virðist sem fyrrum fótboltamaðurinn Michael Owen hafi tekið ævintýri dóttur sinnar, Gemmu Rose Owen, á ástareyjunni frægu í sátt en hann er sagður hafa verið allt annað en sáttur við að dóttir hans tæki þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island. 

Nýlega opnaði Gemma sig í fyrsta sinn um lífið með kærasta hennar, Luca Bish eftir Love Island. Parið hafnaði í öðru sæti síðustu þáttaraðar, en það voru þau Ekin-Su og Davide Sanclimenti sem báru sigur úr býtum.

Varð fljótt hluti af fjölskyldunni

Í samtali við Daily Mail segir hún að Luca semji vel við fjölskyldu sína, þar á meðal við pabba sinn. Michael spilaði fyrir Liverpool og enska landsliðið, en það vakti mikla athygli þegar dóttir hans skráði sig til leiks í raunveruleikaþáttunum og þótti mörgum fyrstu þættirnir hverfast í kringum Gemmu og fræga föður hennar. 

Gemma segir Luca fljótt hafa orðið hluta af fjölskyldu hennar, en þar að auki hafi hún líka eytt miklum tíma með fjölskyldu Luca. „Hvað varðar sambandið okkar Luca þá gengur það mjög vel. Sem betur fer getum við eytt tíma saman,“ sagði Gemma, en hún segir þau þó ekki hafa nein áform um að flytja inn saman. 

Luca Bish og Gemma Owen.
Luca Bish og Gemma Owen. Skjáskot/Instagram

Vildi fá álit frá pabba

Ólíkt mörgum öðrum Love-Island stjörnum sagði Gemma að Luca þyrfti að hitta fjölskyldu hennar áður en þau gætu skuldbundið sig hvort öðru. Það væri vegna þess að álit pabba hennar og mömmu væri mjög mikilvægt. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.