Ekki lengur milljarðamæringur

Kanye West er ekki lengur milljarðamæringur.
Kanye West er ekki lengur milljarðamæringur. AFP

Síðustu tvær vikur hafa verið örlagaríkar í lífi fjöllistamannsins Kanye West en á þessum stutta tíma hefur samningum hans við stórfyrirtæki í tískuiðnaðinum og listaheiminum verið rift. Í gær var greint frá því að þýska íþróttavörumerkið Adidas hefði rift samningi sínum við West, en í kjölfarið féll hann út af lista bandaríska tímaritisins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins.

Andvirði viðskiptasamnings West og Adidas var metið á um 250 milljónir evra. 

West hefur verið sakaður um hatursorðræðu gegn gyðingum og rætt um samsæriskenningar um gyðingdóm. „Ég get sagt andgyðinglegan skít og Adidas getur ekki rift samningnum við mig,“ sagði West í Drink Champs-hlaðvarpinu fyrr í mánuðinum. Hann hafði svo sannarlega ekki rétt fyrir sér. 

West hefur unnið með Adidas síðan 2013 og gefið út sérhannaða strigaskó – Yeezy. Þykja Yeezy-skór einstaklega vinsælir, en þeir eru dýrari en venjulegir strigaskór og ganga kaupum og sölum á netinu fyrir háar upphæðir. 

Forbes metur það svo að Adidas fái um 4-8% af sölunni á hverju seldu pari af Yeezy-skóm. West græðir hins vegar mun meira að mati Forbes, eða 1,5 milljarð bandaríkjadala.

Stofnandi Adidas í nasistaflokknum

Andgyðingleg ummæli Wests náðu nýjum hæðum í september, en stjórnendur Adidas hafa lítið viljað tjá sig undanfarnar vikur, þar til að hinn 6. október kom tilkynning um að samningurinn væri til skoðunar. 

Í gær tilkynnti fyrirtækið svo að samningnum yrði rift og að fyrirtækið myndi taka á sig tap vegna þess.

Tengsl Adidas og West, og þeirra andgyðinglegu orðræðu sem hann hefur haldið uppi, þykja nokkuð óþægileg fyrir fyrirtækið. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um tengsl Adidas og nasista á fyrri hluta 20. aldarinnar. 

Adolf Dassler, stofnandi Adidas, var í þýska nasistaflokknum á 4. áratug síðustu aldar og var meðal annars þjálfari í æskulýðsstarfinu, Hitlersæskunni. 

Metinn á 400 milljónir

Auðævi Wests eru nú metin á um 400 milljónir bandaríkjadala. Hann á fjölda fasteigna og einnig alla þá tónlist sem hann hefur gefið út í gegnum árin. Þá á hann einnig 5% hlut í Skims, fyrirtæki fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kim Kardashian. 

Í grein Forbes er það rakið að West hafi aldrei verið ánægður með mat Forbes á auðævum hans. Þegar hann komst fyrst á milljarðamæringalistann árið 2020, þegar auðævi hans voru metin á 1 milljarð, kvartaði hann opinberlega og sagði auðævi sín nema 3,3 milljörðum banaríkjadala. 

Þá sendi hann inn gögn til Forbes þess efnis að samningurinn við Adidas skilaði honum 4,3 milljörðum bandaríkjadala.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden