Baldwin leggur fram kæru til að hreinsa mannorðið

Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins.
Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur lagt fram kæru á hendur fjórum einstaklingum sem voru í tökuliði kvikmyndarinnar Rust þar sem slysaskot Baldwins varð yfirtökumanni myndarinnar, Halynu Hutchins, að bana í október á síðasta ári.

Andlátið á tökustaðnum var mikið áfall fyrir ekki aðeins þau sem komu að myndinni, heldur kvikmyndaiðnaðinn allan.

Kæra Baldwins er á hendur vopnaverði úr leikmunadeild myndarinnar, Hönnuh Gutierrez-Reed; aðstoðarleikstjóra myndarinnar, David Halls; yfirmanni leikmunadeildar, Söruh Zachry og Seth Kenney, sem annaðist innkaup vopnabúnaðarins sem notaður var á setti í myndinni og urðu Hutchins að bana.

Hafi ekki tryggt örugg skotvopn

Í kærunni sakar Balwin Gutierrez-Reed um að hafa ekki tekist að staðfesta að Colt-sexhleypan sem var notuð á æfingunni örlagaríku hafi reynst örugg. Þar að auki hafi aðstoðarleikstjórinn Halls mistekist við athugun á skotvopninu sem var síðan komið í hendur Baldwins.

Þá hafi Zachry mistekist að tryggja að vopn í New Mexico-ríki Bandaríkjanna, þar sem myndin var skotin, væru örugg til notkunar. Öll þeirra neita sök.

Með kærunni er Baldwin sagður vilja hreinsa eigið mannorð, en hann ásamt öðrum sem voru viðstaddir slysið í fyrra, stendur í málaferlum við Maimie Mitchell, sem fer fram á bætur vegna „andlegs og líkamlegs skaða“. Skotið hafnaði aðeins rúmum metra frá Mitchell, sem slasaðist.

Baldwin náði aftur á móti samkomulagi við fjölskyldu Hutchins í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson