Lýkur tónleikaröðinni í Bretlandi

Elton John ætlar að ljúka kveðjutónleikaröðinni í Bretlandi á Glastonbury.
Elton John ætlar að ljúka kveðjutónleikaröðinni í Bretlandi á Glastonbury. AFP

Breski tónlistarmaðurinn Elton John endar kveðjutónleikaferðalag sitt um heiminn á tónlistarhátíðinni Glastonbury í Bretlandi næsta sumar. Elton mun koma fram á Pýramídasviðinu á sunnudagskvöldinu 25. júní og hefur lofað magnaðri sýningu. 

„Það er ekki hægt að kveðja breska aðdáendur mína á betri hátt. Ég get ekki beðið eftir því að taka þátt í mögnuðust tónlistarhátíð í heimi. Þetta verður tilfinningarík stund,“ sagði Elton í tilkynningu. 

Meira en fimm ár eru síðan Elton tilkynnti um kveðjutónleikaferðalag sitt um heiminn og sagðist ætla að ljúka ferlinum með yfir 350 tónleikum víðsvegar um heiminn. Eitt og annað, heimsfaraldur og slys, hefur komið í veg fyrir að hann næði að ljúka tónleikaferðalaginu á áætlun, en fyrirhugað var að það myndi enda árið 2021.

Elton söng sína síðustu tónleika í Bandaríkjunum á dögunum. Þá var hann með þrenna tónleika á Dodger-vellinum í Los Angeles.

Löngu er orðið uppselt á Glastonbury tónlistarhátíðina en Elton John er fyrsti stóri listamaðurinn sem tilkynnt hefur verið að muni koma fram á hátíðinni. Sögusagnir herma þó að talsvert eigi eftir að bætast í hóp stórstjarnanna, Arctic Monkeys, Taylor Swift og Guns N' Roses til að mynda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu, hvað þér býr í brjósti. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden