Leikkonan Annie Wersching er látin

Annie Wersching.
Annie Wersching. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikkonan Annie Wersching lést í snemma í gærmorgun úr krabbameini, 45 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt sem fulltrúi alríkislögreglunnar, Renee Walker, í sjónvarpsþáttaröðinni 24.

Eiginmaður hennar, Stephen Full, sendi fréttastöðinni CNN yfirlýsingu þar sem hann minntist hennar og sagði að stórt skarð hafi verið höggvið í fjölskylduna.

Wersching ljáði Tess einnig rödd sína í tölvuleiknum The Last of Us. Ný sjónvarpsþáttaröð er komin út, byggð á leiknum.

„Ég var að komast að því að kær vinkona mína Annie Wersching væri látin. Við höfum misst fallega listakonu og manneskju. Hjarta mitt er í molum. Hugur minn er hjá hennar fólki,“ tísti listrænn leikstjóri þáttanna, Neil Druckmann, á Twitter.

Wersching lék einnig í þáttunum Bosch og The Vampire Diaries svo dæmi séu tekin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin