Júlíus fékk óvænta alheimsforsýningu

The Last of Us er ný þáttaröð á streymisveitunni HBO. …
The Last of Us er ný þáttaröð á streymisveitunni HBO. Þættina má einnig nálgast á Sjónvarpi Símans.

Fimmti þáttur af framhaldsþáttaröðinni The Last of Us var fyrir slysni birtur inni á Sjónvarpi Símans í gærmorgun. Þátturinn var fljótlega fjarlægður af streymisveitunni en morgunhanar fengu að sjá þáttinn snemma.

Á Fésbókarsíðunni S01E01 má finna fjölda íslenskra áhugamanna um framhaldsþætti. Í gær datt færsla inn á hópinn frá Júlíusi Ingasyni. Í færslunni segir hann að þegar hann ætlaði sér að horfa á fjórða þáttinn af The Last of Us á Sjónvarpi Símans í gærmorgun hafi hann orðið hálfringlaður.

Þegar Júlíus ætlaði síðan að klára þáttinn um kvöldið varð honum ljóst að þetta var ekki sami þáttur og hann hafði horft á fyrr um morguninn. Hafði þá Sjónvarp Símans um morguninn sett fimmta og þáttinn á streymisveituna en ekki þann fjórða, en síðar sama dag lagað þessi mistök.

Veit hvað gerist næst

The Last of Us eru meðal nýjustu þáttarraða á HBO og eru þættirnir sýndir hér á landi í Sjónvarpi Símans. Þættirnir, sem byggðir eru á tölvuleik með sama nafni, eru gríðarlega vinsælir um allan heim og hafa þeir hlotið afar góðar viðtökur. Aðeins örfáar manneskjur á jörðu vita hvað gerist næst og er Júlíus meðal þeirra.

Júlíus segist aðeins hafa séð fyrsta korterið af þættinum áður en hann slökkti síðan á honum. Í samtali við mbl.is lýsir hann fyrstu senunum þáttarins.

Hér vill mbl.is setja spillivörn (e. spoiler warning) fyrir þá sem ekki vilja spilla neinu varðandi þættina. Júlíus segir að á fyrstu stundum þáttarins fylgi áhorfandinn sjónarhorni sagnapersónanna Henry og Sam er þeir verða vitni að slysi sem á sér stað í seinustu stundum fjórða þáttarins.

Þátturinn á að koma út fyrr

HBO tilkynnti í gær að fimmti þáttur The Last of Us yrði birtur fyrr en vanalega í Bandaríkjunum. Þættirnir koma yfirleitt út á streymisveitunni á sunnudögum en vegna Ofurskálarinnar 2023 sem sýnd verður á sunnudaginn næsta, þann 12. febrúar, verður útgáfu fimmta þáttar flýtt til föstudags.

Síminn staðfestir

Í samtali við mbl.is staðfestir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, að þátturinn hafi farið inn á streymisveituna fyrir slysni.

Fimmti þátturinn hafði verið birtur inni á veitunni kl. 6 um morguninn en hann var tekinn út um kl. 9. Þeir sem fylgjast spenntir með verða því að bíða aðeins lengur til að sjá hvað gerist í fimmta þætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson