Þetta segja spár veðbanka um gengi Íslands

Fulltrúar Íslands í Eurovision árin 2019 til 2023.
Fulltrúar Íslands í Eurovision árin 2019 til 2023. Samsett mynd

Spár veðbanka um gengi Íslands í Eurovision eru oft ekki svo langt frá endanlegri niðurstöðu keppninnar. Þetta má sjá þegar gengi Íslands er borið saman við spár veðbanka síðustu fjögur ár.

Árangur Systra var litlu lakari en spár gerðu ráð fyrir á síðasta ári og lentu þær í 23. sæti en ekki því 21. eins og spáð var.

Árið 2021 gekk Íslandi betur en spár gengu ráð fyrir og lentu Daði og Gagnamagnið í 4. sæti í keppninni þrátt fyrir að hafa ekki getað stigið á sviðið í persónu vegna kórónuveirusmits í hópnum. Þá var Daða og Gagnamagninu spáð 7. sætinu með lagið 10 Years.

Aflýst árið 2020

Árið 2020 var keppninni aflýst vegna faraldursins. Það ár var Íslandi spáð 4. sæti í keppninni, enda naut lagið Think About Things mikilla vinsælda um heim allan. Lenti lagið til dæmis í 2. sæti í kosningu samtaka áhugafólks um Eurovision-söngvakeppnina, OGAE.

Árangur Hatara árið 2019 í Ísrael var nokkuð svipaður og spár gerðu ráð fyrir og lenti sveitin í 10. sæti en var spáð því níunda. 

Nú þegar rúmir tveir mánuðir eru þangað til Diljá Pétursdóttir stígur á stóra sviðið í Liverpool er henni spáð 24. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson