Fór loksins heim með styttu

Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið …
Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun eftir að hafa unnið í bransanum í yfir 40 ár. AFP/Al Seib

Hin 64 ára gamla Jamie Lee Curtis vann loksins Óskarsverðlaun í nótt. Leikkonan hefur verið í yfir 40 ár í skemmtanabransanum og leikið í tugum kvikmynda.

Verðlaunin hlaut hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once sem sópaði til sín verðlaunum á þessari 95. verðlaunahátíð Akademíunnar í Hollywood. 

Curtis er dóttir tveggja stórleikara í Hollywood, Janet Leigh og Tony Curtis, og hóf feril sinn ung að aldri.

„Ég vann Óskar,“ sagði Curtis þegar hún tók á móti verðlaununum á stóra sviðinu í kvöld. Hún heiðraði foreldra sína og þakkaði eiginmanni sínum, börnum, aðdáendum og samstarfsfólki fyrir í ræðu sinni. 

Curtis er fædd í Los Angeles og hennar fyrsta hlutverk sem vakti athygli var í myndinni Halloween sem kom út árið 1978. Framleiðandi myndarinnar hefur viðurkennt að hún ákvað að ráða Curtis því móðir hennar hafi farið með hlutverk í kvikmynd Alfred Hitchcock, Psycho, árið 1960.  

Þrátt fyrir það hefur Halloween-hlutverkið orðið eitt af hennar stærstu hlutverkum á ferlinum og lék hún á síðasta ári í framhaldsmyndinni Halloween Ends. 

Á meðal þeirra mynda sem Curtis hefur leikið í eru Trading Places, A Fish Called Wanda og True Lies. Nýlega lék hún í Knives Out. 

Curtis er gift leikaranum og leikstjóranum Christopher Guest og eiga þau saman tvö börn.

Curtis var ánægð með styttuna sína.
Curtis var ánægð með styttuna sína. AFP/Frederick J. Brown
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjárhagsleg velgengni er í nánd. Áætlun þín mun skila sér vel og skapa öryggi til framtíðar. Haltu áfram að sýna þolinmæði og úthald.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson