Úrslit Eurovision sýnd í kvikmyndahúsum

Diljá birtist vonandi á skjám kvikmyndahúsa í Bretlandi
Diljá birtist vonandi á skjám kvikmyndahúsa í Bretlandi Eggert Jóhannesson

Úrslit Eurovision verða sýnd beint í kvikmyndahúsum í Bretlandi í ár. Verður þetta í fyrsta skipti sem boðið verður upp á slíkt þar í landi. 

Mikil spenna er í Bretlandi vegna keppninnar, sem haldin er í Liverpool, en miðar á úrslitakeppnina seldust upp á 40 mínútum fyrr í mánuðinum.

Aðdáendur sem misstu af þeim miðum geta því fengið stemmninguna beint í æð í kvikmyndahúsum í staðinn.

Í samtali sínu við BBC sagðist talsmaður CinemaLive, sem stendur fyrir sýningunum, vera himinlifandi yfir samstarfinu við breska ríkisútvarpið. Hvetur hann gesti til að hópa sig saman, klæða sig upp í búninga og syngja með.

Sýningar fara fram í yfir 500 kvikmyndahúsum víðs vegar um Bretland og hægt verður að kaupa miða frá og með mánudeginum 27. mars næstkomandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir