„Drottning bossa nova“ látin

Brasilíska söngkonan Astrud Gilberto er látin.
Brasilíska söngkonan Astrud Gilberto er látin. Ljósmynd/Wikipedia.org

Brasilíska söngkonan Astrud Gilberto er látin 83 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum með ábreiðu sinni á laginu The Girl from Ipanema eftir Antônio Carlos Jobim og Vinícius de Moraes.

„Ég kem með þær sorglegu fréttir að amma mín varð stjarna í dag og er við hlið afa míns Joao Gilberto,“ skrifaði barnabarn hennar, Sofia Gilberto, á samfélagsmiðla.

Söngkonan fæddist í Salvador í Brasilíu árið 1950 og var gift Jaoa Gilberto, brautryðjanda tónlistarstefnunnar bossa nova, sem lést árið 2019. Hún hafði litla reynslu af tónlist þegar hún gerði lagið The Girl from Ipanema heimsþekkt með ábreiðu sinni.

Útgáfa lagsins varð til þess að hún var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrst Brasilíumanna, sem hún vann fyrir lag ársins 1965.

Gilberto var oft kölluð „drottning bossa nova“ og var þekkt fyrir afslappaða og töfrandi rödd. Bossa nova er innblásið af samba og djassi, en varð upp úr 1950 flokkað sem hefðbundin djassstefna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel