Jólatré Sunnevu loksins skreytt eftir dramatíska viku

Sunneva Einarsdóttir lenti í heldur leiðinlegu atviki í síðustu viku …
Sunneva Einarsdóttir lenti í heldur leiðinlegu atviki í síðustu viku þegar hún ætlaði að skreyta jólatréð. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir lagði í gær lokahönd á að skreyta jólatréð eftir dramatískan aðdraganda. Sunneva ætlaði að skreyta jólatréð fyrir rúmlega viku síðan en lenti í óheppilegu atviki sem hún deildi með fylgjendum sínum á TikTok. 

„Þetta er Sunneva. Hún er algjört jólabarn og er núna að setja upp jólatréð sitt, sama hvað öðrum finnst. En þetta er þriðja tilraun hennar til þess að setja það upp þar sem hún er alltaf að kaupa vitlausa seríu – fyrst of lítil, svo of stór og svo var hún ..,“ útskýrði Sunneva í myndskeiðinu. 

Því næst stingur hún þriðju seríunni í samband og fær algjört sjokk þegar hún sér að hún er rauð á litinn. „Noooo, ertu ekki að grínast,“ segir hún og virðist allt annað en sátt við seríuna. 

„Þetta er í þriðja skiptið sem ég geri mér ferð að kaupa seríu. Fyrst var hún alltof stór, svo var hún of lítið, og núna er hún RAUÐ. Hún er rauð og ég er reið!“ bætir hún við. 

@sunnevaeinars

hver vill kaupa rauða jólaseríu? 🥹🤞

♬ Rockin' Around The Christmas Tree - Brenda Lee

Fann loksins réttu seríuna

Eftir þrjár misheppnaðar ferðir að kaupa seríu virðist Sunneva loksins hafa fundið réttu seríuna, en hún lagði lokahönd á að skreyta jólatréð sitt í gær. Hvít jólasería með mjúkri birtu prýðir jólatréð ásamt fallegum jólakúlum og skrauti.

Til þess að setja punktinn yfir i-ið notaði Sunneva heldur óhefðunbundið jólaskraut, en hún fór og keypti brúðarslör og skreytti tréð með þeim. Hvítu blómin gera mikið fyrir jólatréð og líkjast helst jólasnjó.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á. Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar