Svipað áhorf þrátt fyrir tal um sniðgöngu

Keppendur keppa um að komast í lokakeppni Eurovision.
Keppendur keppa um að komast í lokakeppni Eurovision. Samsett mynd

Þrátt fyrir tal um sniðgöngu Eurovision var áhorf á fyrra undanúrslitakeppniskvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag svipað og það var fyrir ári síðan. Þannig var áhorfið í ár 46,4% en var 47,5% í fyrra. Þetta kemur fram í vikulegum áhorfsmælingum Gallup á Íslandi.

Talsvert hefur verið fjallað um sniðgöngu keppninnar í ár vegna þátttöku Ísrael í Eurovison. 

Þannig hefur t.a.m fjöldi íslenskra listamanna undirritað yfirlýsingu þar sem tilkynnt  er um að þeir hyggist sniðganga keppnina og vildu að RÚV gerði hið sama. Að auki hafa nokkrir listamenn tjáð sig opinberlega um að þeir telji að Ísland eigi ekki að taka þátt. Eins skoraði FÁSES, Félag áhugamanna um söngvakeppnina, RÚV að sniðganga keppnina.  

Þá gagnrýndi Mörður Árnason, stjórnarmaður í RÚV, harðlega ákvörðun Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra um að leggjá ákvörðun um þátttöku í lokakeppni Eurovision í hendur þess þátttakanda sem sigrar keppnina. 

Að auki afhenti Sema Erla Serdar undirskriftalista 10 þúsund undirskriftum fyrir hönd BDS - Ísland, sem er hluti af alþjóðlegum samtökum um réttindi Palestínumanna. Þar var gerð krafa um að RÚV beitti sér fyrir því að Ísrael myndi verða vísað úr keppni. Stefán hafði þá þegar stigið fram og sagt RÚV ekki ætla að beita sér fyrir því.  

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn Manuel eru kynnar …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson og Unsteinn Manuel eru kynnar söngvakeppninnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir