Óvænt plata væntanleg frá Elton John

AFP

Elton John, einn vinsælasti tónlistarmaður allra tíma, er með nýja plötu á leiðinni sem kemur út á næstu vikum.

Textahöfundurinn Bernie Taupin, og náinn vinur Johns, tilkynnti á tónlistarviðburðinum The Other Songs Live sem stendur yfir í London að félagarnir hafi nýlega lokið upptökum á ónefndri plötu.

John kláraði sitt síðasta tónleikaferðalag Farwell Yellow Brick Road í Stokkhólmi í júlí á síðasta ári en þótt hann sé hættur að koma fram er hann hvergi nærri hættur að semja tónlist.

„Hún er öll tilbúin og við höfum lokið öllum upptökum,“ segir Taupin.

Muni koma á óvart

„Ég held að platan sé stórkostleg og frekar nútímaleg. Hún mun sannarlega koma mörgum á óvart, margir munu bíða spenntir og vonandi slær hún í gegn. Ég þori ekki að segja neitt meira því ég er stranglega bundinn því að halda þessu leyndu,“ bætir hann við.

Platan verður sú þrítugasta og önnur í röðum Johns en hann hefur verið að semja tónlist í heil 56 ár.

Taupin segir líka að tónlistin sé límið sem hafi haldið vinskapi hans og Johns í gegnum tíðina og að þeir hafi alltaf unnið vel saman.

„Ekkert mun nokkurn tímann breytast. Þetta er arfleið sem við höfum byggt upp saman og það er mikilvægasti kjarninn á okkar ferli.“

People

NME

LW Theatres

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant