Helgi Björns eins og stoltur faðir

Helgi Björns er spenntur fyrir kvöldinu.
Helgi Björns er spenntur fyrir kvöldinu. Mynd: The Voice

„Þetta verður í raun fyrsta skiptið sem þau eru ein upp á sviðinu í langan tíma, það hefur ekki verið einsöngur síðan í blindprufunum og það höfðum við ekkert með að gera. Þetta er í fyrsta skiptið sem þjálfararnir eru að vinna með einn söngvara í einu, sem þýðir að sá söngvari fær miklu meiri tíma og tækifæri til að njóta sín.“ Þetta segir Helgi Björns, þjálfari í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, um undirbúning fyrir fyrsta þátt beinna útsendinga sem fer í loftið kl. 20 í Sjónvarpi Símans nú í kvöld.

Eiga öll skilið að komast áfram

„Maður er drulluspenntur og nú eru kosningar þannig að maður er alveg jafnblankur og allir aðrir um hvað kemur út úr því, það verður spennandi að sjá. Mér finnst þau öll eiga skilið að komast áfram, en það verður auðvitað erfitt og leiðinlegt fyrir þann sem þarf að fara heim.“

Spurður hvort það beri á stressi í liðinu segir Helgi ekki svo vera, tilhlökkun og spenningur séu ráðandi enn sem komið er. „Svo er það bara á morgun þegar aðalstressið kemur fram. En það er nú svo magnað, þau sem hafa þetta í sér eru stressuð fyrir framkomuna en um leið og þau stíga inn á svið hverfur stressið og þau fara að njóta þess sem þau eru að gera. Ég vona að það verði tilfellið með þau sem eru eftir hjá mér, þau eru öll frábærir söngvarar á sínu sviði.“

Finnst sínir keppendur standa vel

Helgi er mjög ánægður með sitt lið og telur það sigurstranglegt. „Þau eru reyndar öll mjög góð sem eftir standa, allir með sinn karakter. En mér finnst mínir keppendur standa mjög vel sönglega og hvað varðar framkomuna, þetta er komið á rosalega flottan stað. Eins og stoltur faðir finnst mér þau langbest!“ bætir Helgi við hlæjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson