Fangar stungu af til að kaupa bjór

Fjórir fangar í fangelsi í Tennessee í Bandaríkjunum notuðu tækifærið þegar klefadyr þeirra opnuðust af slysni og skruppu í bæinn. Þeir komu aftur í fangelsið um kvöldið - með bjór.

Fangarnir fjórir voru gær ákærðir fyrir flótta úr fangelsi og fyrir að koma með áfenga drykki inn í fangelsið en þeir báru hver sinn bjórkassa þegar þeir snéru til baka úr bæjarferðinni.

„Ég býst við að þeir hafi haldið að þeir yrðu ekki ákærðir fyrir flóttann ef þeir kæmu aftur, en það reyndist ekki rétt," sagði Warren Rimer, lögreglustjóri.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.