Útrás frá Árósum

Stúdentar í Árósum afla sér margir aukatekna með því að selja einkafyrirtækinu Cryos International sæði sem síðan er selt barnlausu fólki um allan heim, að sögn The New York Times. Einn nemanna er sagður vera orðinn faðir 101 barns en fyrirtækið tryggir að ekki sé hægt að rekja faðernið.

Danirnir fá sem svarar tæpum 3.000 ísl. kr. fyrir hvert sinn. Sæðið er fryst en fyrst er kannað hvort það sé heppilegt og munu aðeins um 10% sæðisgjafa teljast nothæf.

Blaðið segir að í Noregi og Bretlandi sé verið að setja reglur um að börn sæðisgjafa geti þegar þau ná fullorðinsaldri krafist þess að fá að vita hver faðirinn sé. Slíkar reglur gildi nú í Svíþjóð, Sviss og Hollandi. Í Bandaríkjunum séu reglurnar ólíkar eftir því hvaða fyrirtæki selji sæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler