71 árs karl ófrískur?

John Grady Pippen, 71 árs gamall uppgjafa bifvélavirki  í Oregon, varð ákaflega hissa fyrir skömmu þegar hann fékk tilkynningu frá Curry-sjúkrahúsinu. Hann hafði leitað þangað vegna verkja í kviðarholi.
,,Vegna heimsóknar þinnar í dag getum við upplýst að þú ert ófrískur."
  Pippen fékk einnig nokkrar verkjapillur til vonar og vara.

Stjórnandi spítalans sagði að ástæðan fyrir þessari óvæntu ,,gleðifrétt" hefði verið mistök við innslátt á lyklaborð. Tölva stofnunarinnar hefði því sent Pippen rangar upplýsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina