Skaut sig óvart í kynfærin

Þýskur maður varð fyrir því óláni nýverið að skjóta sig í kynfærin þegar hann gleymdi að setja öryggið á skammbyssuna sem hann var með í buxnavasanum.

Lukas Neuhardt, 27 ára, hafði ætlað að sýna sig fyrir vinunum með því að mæta vopnaður á þeirra fund. Nú á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir ólöglegan vopnaburð en hann getur væntanlega andað öndinni léttar því læknum tókst að bjarga kynfærum hans, samkvæmt Ananova-vefnum.

Neuhardt reyndi að sannfæra hjúkrunarlið um að grímuklæddur ræningi hafi skotið hann en lögregla trúði Neuhardt rétt mátulega enda hafði fyrir eitthvað kraftaverk ekkert gat komið á yfirborð buxnanna, einungis innan á buxnavasanum.  

mbl.is