Kennari rekin eftir glansmyndatöku

Skjáskot af einni af glansmyndunum af Olivu Sprauer/Victoriu James. Tekið …
Skjáskot af einni af glansmyndunum af Olivu Sprauer/Victoriu James. Tekið úr myndskeiði frá fréttastofu ABC/25WPBF.

Enskukennara við gagnfræðaskólann í Martin-sýslu í Flórída hefur verið sagt upp störfum eftir að upp komst að hún hafði setið fyrir í glansmyndatöku á sundfötum einum fata.

Kennarinn, sem heitir fullu nafni Olivia Sprauer og er 26 ára gömul, segist hafa vitað hún væri að taka áhættu þegar hún ákvað að sitja fyrir sem sundfatamódel í febrúar síðastliðnum undir listamannsnafninu Victoria James.

„Margir kennarar eru reknir eða beðnir um að segja starfi sínu lausu vegna sömu hluta og ég gerði,“ sagði Sprauer í samtali við bandaríska fjölmiðilinn Huffington Post og bætti við: „Ég vissi að ég myndi ekki snúa aftur til vinnu á næsta ári og að mig langaði til þess að fara í framhaldsnám svo ég ákvað að ef ég gæti þraukað út árið þá væri ég ánægð.“

Sprauer var beðin, af skólastjóranum Alfred Fabrizio, að segja upp störfum sínum samstundis eftir að hún viðurkenndi að hafa setið fyrir á fyrrnefndum glansmyndum. Að sögn Sprauer hefði henni þótt betra ef nemendur hennar hefðu fengið að klára skólaárið með hana sem kennara. „Ég gerði ekki klám. Ég glennti ekki fætur mína fyrir framan myndavél. Ég sat bara fyrir á sundfötum í glansmyndatöku,“ sagði Sprauer við Huffington Post.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant