Calvin Klein mætti ekki í boð haldið honum til heiðurs

Calvin Klein mætti ekki í boð haldið honum til heiðurs

Málefni - HönnunarMars

Calvin Klein mætti ekki í boð haldið honum til heiðurs

Málefni - HönnunarMars

Tískuhönnuðurinn Calvin Klein mætti ekki í boð í bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í kvöld, þrátt fyrir að boðið hafi verið haldið honum til heiðurs. Engar skýringar voru gefnar á fjarveru Kleins en sendiráðið bandaríska er á meðal styrktaraðila HönnunarMars.

En þrátt fyrir að heiðursgesturinn mætti ekki hafði það ekki áhrif á stemninguna í boðinu sem var létt og skemmtileg. Víst er þó að margir voru undrandi á ákvörðun Kleins.

Klein kom hingað til lands á dögunum með einkaflugvél og tók þátt í fyrirlestradeginum DesignTalks sem haldinn var í tengslum við HönnunarMars. Smartland var að sjálfsgöðu á staðnum og sjá má afraksturinn hér.

mbl.is