Starfsmaður álvers víkur ekki sæti

Suðurnesjalína 2 | 4. nóvember 2014

Starfsmaður álvers víkur ekki sæti

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að rafmagnstæknifræðingur á sterkstraumssviði sem starfar hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík fái að vera meðdómsmaður í máli sem höfðað var vegna áforma Landsnets til að leggja svokallaða Suðurnesjalínu 2 í lofti.

Starfsmaður álvers víkur ekki sæti

Suðurnesjalína 2 | 4. nóvember 2014

Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og …
Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að rafmagnstæknifræðingur á sterkstraumssviði sem starfar hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík fái að vera meðdómsmaður í máli sem höfðað var vegna áforma Landsnets til að leggja svokallaða Suðurnesjalínu 2 í lofti.

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að rafmagnstæknifræðingur á sterkstraumssviði sem starfar hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík fái að vera meðdómsmaður í máli sem höfðað var vegna áforma Landsnets til að leggja svokallaða Suðurnesjalínu 2 í lofti.

Stefnendur í málinu gerðu þá kröfu að maðurinn viki sæti sem sérfróður meðdómari enda sé hann milli millistjórnandi hjá Rio Tinto Alcan og mikil viðskiptatengsl og fjárhagsleg tengsl séu á milli þess fyrirtækis og Landsnets. Því til stuðnings var bent á að raforkusamningar milli Rio Tinto Alcan og Landsnets vörðuðu mjög háar fjárhæðir og hefði álfyrirtækið því ríka fjárhagslega hagsmuni af því að samningsverð hækkaði ekki, en byggt sé á því í málinu að jarðstrengir leiði til kostnaðarauka.

Jafnframt var á því byggt að umrædd fyrirtæki hefðu haft með sér samráð við umhverfismat vegna Suðvesturlínu.

Lögmaður Landsnets mótmælti kröfunni og benti á að raforkusamningurinn væri á milli Rio Tinto Alcan og Landsvirkjunar. Landsnet sæi um flutning og dreifingu orkunnar. Þá séu engin tengsl starfsmanns Rio Tinto Alcan við Landsnet eða úrlausnarefni málsins.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði til þess að maðurinn sinni verkefnastjórnun og heyri starf hans undir tækni- og þjónustusvið Rio Tinto Alcan. Hann sé hvorki hluthafi í fyrirtækinu né sitji hann í stjórn þess. Starf hans felist einkum í skipulagningu og framkvæmd lítilla og meðalstórra fjárfestingaverkefna sem aðallega snúist um endurnýjun búnaðar verksmiðjunnar.

Þess utan hafi maðurinn engan aðgang að samningum fyrirtækisins við Landsvirkjun, Landsnet hf. eða aðra aðalbirgja fyrirtækisins og hafi honum aldrei verið kynnt efni þeirra.

Þá verði ekki séð að hann hafi nokkru sinni tjáð sig opinberlega, hvorki í ræðu né riti, um kosti eða ókosti þess að leggja raflínur í jörð, um umhverfismat vegna lagningar Suðvesturlínu, né um fjárhagslega hagsmuni Rio Tinto Alcan eða annarra álframleiðslufyrirtækja af því að flutningur raforku verði með óbreyttum hætti.

Að öllu þessu virtu taldi héraðsdómur engar aðstæður til þess eru fallnar að unnt sé að draga í efa óhlutdrægni meðdómsmannsins. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með vísan til forsendna hans.

mbl.is