„Leiðinlegt að vera sökuð um þetta“

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2023

„Leiðinlegt að vera sökuð um þetta“

Í bókum hjá skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga í gær er Landsnet sakað um að beita áróðri „til að fría sig ábyrgð á þeim langvarandi töfum sem orðið hafa á lagningu Suðurnesjalínu 2.

„Leiðinlegt að vera sökuð um þetta“

Suðurnesjalína 2 | 18. janúar 2023

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets.
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Samsett mynd

Í bókum hjá skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga í gær er Landsnet sakað um að beita áróðri „til að fría sig ábyrgð á þeim langvarandi töfum sem orðið hafa á lagningu Suðurnesjalínu 2.

Í bókum hjá skipulagsnefnd sveitarfélagsins Voga í gær er Landsnet sakað um að beita áróðri „til að fría sig ábyrgð á þeim langvarandi töfum sem orðið hafa á lagningu Suðurnesjalínu 2.

„Manni finnst nú leiðinlegt að við séum sökuð um þetta. Í gegnum tíðina hefur frekar verið bent á  við höfum ekki talað nógu mikið um framkvæmdir og mikilvægi þeirra,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar-tæknisviðs Landsnets, og bætir því við að hjá Landsneti hafi fólk tamið sér þau vinnubrögð að veita frekar meira af upplýsingum en minna. 

„Við svörum í símann. Hagsmunaðilar eða blaðamenn eins og þú hringja í okkur og óska eftir upplýsingum um framkvæmdir og áætlanir. Við höfum tamið okkur að vera opin og gagnsæ. Við viljum lýsa því hvernig hlutirnir blasa við okkur varðandi reksturinn og hver staða verkefna er. Stundum finnst einhverjum það óþægilegt en það er enginn áróður í gangi. Við erum bara að svara spurningum heiðarlega og viljum vera opin með það sem við erum að gera,“ segir Sverrir og nefnir að Landsnet haldi úti miklu samráði um hvert verkefni sem er í gangi og hvetur fólk til að kynna sér þau.

Niðurstaða heildstæðs mats

Fram hefur komið að sveitarfélagið vill heldur jarðstreng en loftlínu vegna Suðurnesjalínu 2 en Sverrir segir að greiningar og niðurstaða heilstæðs mats hafi verið loftlínuvalkostur og sótt hafi verið leyfi fyrir þeirri framkvæmd. Orkustofnun sem sé eftirlitsaðili Landsnets hafi gefið leyfi fyrir því og auk þess er línan á svæðisskipulagi alls svæðisins. Jafnframt hafi þrjú sveitarfélög þegar veitt framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni, en eitt sveitarfélag sé eftir á línuleiðinni, “sagði Sverrir þegar mbl.is hafði samband við hann í dag.

mbl.is