Umhverfissamtök harma úrskurð um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 30. janúar 2024

Umhverfissamtök harma úrskurð um Suðurnesjalínu

Náttúrverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) harma úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ákvað að fella ekki úr gildi veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. 

Umhverfissamtök harma úrskurð um Suðurnesjalínu

Suðurnesjalína 2 | 30. janúar 2024

Suðurnesjalína 2 yrði loftlína sem lögð verður að mestu leyti …
Suðurnesjalína 2 yrði loftlína sem lögð verður að mestu leyti meðfram núverandi Suðurnesjalínu. Tölvuteikning/Landsnet

Náttúrverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) harma úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ákvað að fella ekki úr gildi veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. 

Náttúrverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) harma úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem ákvað að fella ekki úr gildi veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. 

Þetta kemur í tilkynningu frá samtökunum.

NSVE og fleiri umhverfissamtök kærðu ákvörðun sveitarfélagsins Voga sem samþykkti að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til að leggja Suðurnesjalínu 2 í lofti sunnan Reykjanesbrautar. Landsnet telur að framkvæmdir geti hafist í sumar. 

Vilja leggja jarðstreng norðan Reykjanesbrautar

NSVE segir að jarðvísindamenn mæli „með því að línan sé lögð norðan Reykjanesbrautar vegna þess að Suðurnesjalína 1 er á sprungusvæði en svæðið nær Reykjanesbraut bæði sunnan og norðan brautarinnar er það ekki.“

Segja samtökin að öruggast væri að leggja línuna í jörð norðan Reykjanesbrautar.

„Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands skora á stjórnvöld, Landsnet og sveitarfélög á línuleiðinni að gaumgæfa lagningu jarðstrengs norðan Reykjanesbrautar til að auka raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sá möguleiki hefur aldrei verið kannaður,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

mbl.is