Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Suðurnesjalína 2 | 14. október 2016

Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæstaréttar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2.

Valkostaskýrsla kynnt eftir helgi

Suðurnesjalína 2 | 14. október 2016

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæstaréttar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2.

Unnið er að því hjá Landsneti að skoða dóm Hæstaréttar sem féll í gær og meta áhrif hans. Hæstiréttur ógilti ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsneti leyfi til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2.

Framkvæmdir hafa verið stopp frá því í maí, þegar Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að veita Landsneti heimild til að framkvæma eignarnám á jörðum nokkurra landeigenda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

Komst Hæstiréttur m.a. að þeirri niðurstöðu að Landsnet hefði ekki rannsakað sem skyldi þann kost að leggja línuna í jörðu. Þá hefði ráðherra ekki haft forgöngu um að þetta atriði yrði athugað áður en hann ákvað að heimila eignarnám.

Í júní felldi Héraðsdómur Reykjaness svo úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2.

Í dóminum sagði m.a. að Landsneti hefði borið að láta gera umhverfismat á framkvæmdinni og kynna hana almenningi og viðkomandi stjórnvöldum. Þá bar fyrirtækinu að senda matsgerð sína til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og hlutaðeigandi sveitarfélags, en það var ekki gert.

„Niðurstaða allra þessara dóma er að framkvæmdin er stopp og það hefur ekkert breyst hjá okkur,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

„Núna erum við bara að skoða þetta og meta hvaða áhrif þetta hefur og við þurfum náttúrulega að ræða við Orkustofnun þar sem þetta snýst um þeirra leyfi. Okkur sýnist þetta byggja á sömu atriðum og eignarnámsdómurinn í vor og við erum þegar búin að bregðast við með samanburði og valkostaskýrslu sem verður birt eftir helgi.“

Í umræddri skýrslu verður að finna niðurstöður samanburðar á jarðstrengjum annars vegar og loftlínum hins vegar.

mbl.is