Óttast um afdrif 85 flóttamanna

Á flótta | 13. apríl 2020

Óttast um afdrif 85 flóttamanna

Alþjóðleg björgunarsamtök sem starfa á Miðjarðarhafi óttast um afdrif tuga flóttamanna sem voru um borð í litlum bátum á leið frá Líbýu til Evrópu. Aftur á móti telur Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, að þeir hafi allir komist heilir á húfi til hafnar.

Óttast um afdrif 85 flóttamanna

Á flótta | 13. apríl 2020

AFP

Alþjóðleg björgunarsamtök sem starfa á Miðjarðarhafi óttast um afdrif tuga flóttamanna sem voru um borð í litlum bátum á leið frá Líbýu til Evrópu. Aftur á móti telur Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, að þeir hafi allir komist heilir á húfi til hafnar.

Alþjóðleg björgunarsamtök sem starfa á Miðjarðarhafi óttast um afdrif tuga flóttamanna sem voru um borð í litlum bátum á leið frá Líbýu til Evrópu. Aftur á móti telur Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, að þeir hafi allir komist heilir á húfi til hafnar.

Samkvæmt upplýsingum frá þýsku samtökunum Sea-Watch International voru 258 flóttamenn um borð í fjórum gúmmíbátum á leið frá Líbýu þegar fjarskiptasambandið við einn af bátunum rofnaði á sjóleiðinni milli Líbýu og Möltu. 85 manns voru um borð í bátnum.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur miklar áhyggjur af örlögum þeirra sem voru um borð og AFP-fréttastofan hefur fengið staðfest hjá Frontex að skip á þeirra vegum hafi verið að leita að gúmmíbátnum. Frontex telur hins vegar að allir bátarnir fjórir séu komnir til hafnar, tveir á Sikiley og hinir tveir til Möltu. Bæði þýsku samtökin sem og spænsk flóttamannasamtök telja að fólksins sé enn saknað. 

Frontex segir að sprunginn gúmmíbátur sé á floti í landhelgi Líbýu en það sé ekki einn af þessu fjórum bátum heldur bátur sem eyðilagðist fyrir nokkru. Öllum um borð var bjargað af líbýsku landhelgisgæslunni en flakið skilið eftir í sjónum.

Bæði Ítalía og Malta hafa lokað höfnum sínum fyrir fólki sem er að leita að hæli í Evrópu vegna kórónuveirunnar.  Þeir sem þangað koma eru sendir beint í sóttkví og segja ríkin erfitt að taka á móti hælisleitendum á sama tíma og reynt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19.

mbl.is