Fóru í útilegu til Danmerkur

Danmörk | 28. júlí 2020

Fóru í útilegu til Danmerkur

Danmörk hefur lengi verið draumaáfangastaður Íslendinga fyrir sumarfrí; flug þangað er oft ódýrt, stutt að fara, landið er öruggt og Danir þekktir fyrir að vera vinalegir og kunna að „hygge sig“ eða njóta lífsins notalega. Yfirleitt liggur leiðin til Kaupmannahafnar eða þar um kring en færri hafa notið lystisemda Jótlands. Bæði býðst flug til Billund en ferjan Norræna siglir einnig til Hirtshals á N-Jótlandi.

Fóru í útilegu til Danmerkur

Danmörk | 28. júlí 2020

Sólarlag á Norður-Jótlandi.
Sólarlag á Norður-Jótlandi. Ljósmynd/Aðsend

Danmörk hefur lengi verið draumaáfangastaður Íslendinga fyrir sumarfrí; flug þangað er oft ódýrt, stutt að fara, landið er öruggt og Danir þekktir fyrir að vera vinalegir og kunna að „hygge sig“ eða njóta lífsins notalega. Yfirleitt liggur leiðin til Kaupmannahafnar eða þar um kring en færri hafa notið lystisemda Jótlands. Bæði býðst flug til Billund en ferjan Norræna siglir einnig til Hirtshals á N-Jótlandi.

Danmörk hefur lengi verið draumaáfangastaður Íslendinga fyrir sumarfrí; flug þangað er oft ódýrt, stutt að fara, landið er öruggt og Danir þekktir fyrir að vera vinalegir og kunna að „hygge sig“ eða njóta lífsins notalega. Yfirleitt liggur leiðin til Kaupmannahafnar eða þar um kring en færri hafa notið lystisemda Jótlands. Bæði býðst flug til Billund en ferjan Norræna siglir einnig til Hirtshals á N-Jótlandi.

Guðmundur Jón Guðjónsson, kennari í Tækniskólanum, fór með fjölskyldu sinni með ferjunni til Hirtshals og dvaldi í fellihýsi á tjaldstæði á N-Jótlandi í eina viku. „Eina sem við ákváðum var að eyða ekki þessari viku í að keyra um allt. Njóta, en ekki þjóta. Sem reyndist hárrétt ákvörðun því þótt maður sé í töluverðri fjarlægð frá skarkala höfuðborgarinnar er úrval fjölskylduvænnar afþreyingar ótrúlega mikið, og þá erum við ekki að tala um allt Jótland heldur bara nyrðri hlutann.

Guðmundur Jón Guðjónsson og Dóra Magnúsdóttir fóru með börnin sín …
Guðmundur Jón Guðjónsson og Dóra Magnúsdóttir fóru með börnin sín þrjú í útilegu til Danmerkur. Ljósmynd/Aðsend

Það eru til dæmis tveir stórir skemmtigarðar sem komu til greina, Djurs og Fårup Sommerland, dýragarðurinn Givskud þar sem dýrin ganga laus og fólk ekur á milli svæðanna – líka inni á ljónasvæðinu – eitt stærsta sjódýrasafn í Norður-Evrópu (Nordsea Oceanarium) er í Hirtshals, hægt er að heimsækja bæði Álaborg og Árósa, þarna eru klifurgarðar og skemmtilegir útileikgarðar, ótal söfn, flottar sundlaugar og svo auðvitað ströndin sem er aðalsegullinn fyrir ferðamenn enda öll vesturströnd Jótlands þekkt fyrir frábærar sandstrendur og melgresi þakta sandhóla. Sólarlagið þarna á vesturströndinni allri er einfaldlega óviðjafnanlegt,“ segir Guðmundur Jón.

Fjölskyldan naut lífsins í Danmörku.
Fjölskyldan naut lífsins í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir að þau hafi bókað viku á tjaldstæði sem heitir Svinkloven, eða Svinsklaufin sem er í klst. fjarlægð frá Hirtshals þangað sem þau komu með ferjunni, með bíl og fellihýsi. „Ekki mjög heillandi nafn, það verður að segjast eins og er, en segir þó ekkert til um svæðið sem er býsna flott. Við tókum hjólin með okkur og þarna eru fjölmargir frábærir hjólastígar, m.a. bestu „off-road“-hjólreiðastígar Danmerkur, 300 metrar á ströndina og stutt í allt. Svo eru það þessir litlu hlutir eins og að á flestum dönskum tjaldstæðum er alltaf að hægt að fara nánast á náttfötunum í afgreiðsluna og kaupa nýbakað brauð með morgunkaffinu. Sem er ótrúlega notalegt,“ segir Guðmundur. Hann segir að þau hafi ákveðið vera heima við annan hvern dag, hjóla um svæðið og fara á ströndina en fara í þrjá bíltúra meðan á dvölinni stóð. Til að eyða sem minnstum tíma í akstur.

Skagen.
Skagen. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir að af öllu sem hægt hafi verið að gera hafi fjölskyldan ákveðið að fara í Fårup Sommerland sem er einn af stærri skemmtigörðum í N-Evrópu enda bæði skemmtigarður með mörgum flottum rússíbönum en líka vatnsrennibrautagarður eins og þeir gerast bestir sunnar í álfunni. „Við vorum mætt kortéri eftir að opnaði kl. 10 um morguninn og krakkarnir voru algerlega á fullu allan daginn til kl. 9 um kvöldið eða þar til lokaði. Ég og konan mín fylgdum þeim bara eftir, fórum í nokkra rússíbana og sáum um að þau yrðu ekki svöng og svona,“ segir Guðmundur kíminn. „Það var ekki erfitt að koma þeim í háttinn eftir þann dag.“

Nordsea Ocearium.
Nordsea Ocearium. Ljósmynd/Aðsend

Þau heimsóttu Nordsea Oceanarium-sjóminjasafnið í Hirtshals á leiðinni til Skagen sem er mjög flott og vel hannað. Mikil fræðsla um leyndardóma hafsins sett fram á aðgengilegan hátt fyrir krakka og skemmtilegt stopp. Hinn stórmagnaði staður Skagen var hins vegar áfangastaður annars bíltúrsins sem var algert hámark í akstri í ferðinni, eða 120 km aðra leiðina. Á nyrsta odda Danmerkur mætast straumar Skagerak og Kattegat og gaman að sjá hvernig öldurnar brotna á ströndunum vestan og austan við oddann sem verður mjórri og mjórri þar til hann beinlínis endar og öldurnar skella hvor á móti annarri. Magnað sjónarspil! Guðmundur mælir með að velja dag þar sem spáin er góð til að heimsækja Skagen til að fá sem mest út úr heimsókninni. „Annars var óvenjukalt þegar við heimsóttum Skagen þótt það hafi verið bjart og fallegt en við erum sannir víkingar í fjölskyldunni og vön aðstæðum úr Nauthólsvík. Það var heiðskírt og sól, ca. 13 stiga hiti og töluverður vindur en við skelltum okkur öll beint í sjóinn meðan hinir túristarnir voru með rennt upp háls og með húfur. Okkur fannst það pínku fyndið.

Dönsk strönd.
Dönsk strönd.

Þriðji bíltúrinn var til Thy sem gróðursælt svæði á norðvesturhluta Jótlands. Þar prófuðum við frábæra sundlaug í Thisted, fengum okkur ís og gengum um gamla bæinn.

„Í heildina var þetta ótrúlega góð og fjölbreytt vika með áherslu á danskt „hygge“, slökun og afþreyingu í bland. Við hefðum alveg getað gert og séð helmingi meira og ég get vel hugsað mér að fara aftur með ferjunni og dvelja lengur, kannski tvær til þrjár vikur næst. En þetta var mjög gott mótvægi við sumarfríið á Íslandi,“ segir Guðmundur að lokum.

mbl.is