Hafa náð tökum á eldinum

Á flótta | 20. september 2020

Hafa náð tökum á eldinum

Slökkvilið á grísku eyjunni Samos hefur náð tökum á eldi sem braust út í flóttamannabúðum á eyjunni í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu og slökkviliði. 4.700 flóttamenn búa í búðunum, en þrettán voru handteknir fyrr í vikunni grunaðir um aðild að íkveikju. Tveir eða þrír gámar í búðunum gjöreyðilögðust í eldinum, en engan sakaði.

Hafa náð tökum á eldinum

Á flótta | 20. september 2020

Flóttamannabúðir á grísku eyjunni Samos.
Flóttamannabúðir á grísku eyjunni Samos. AFP

Slökkvilið á grísku eyjunni Samos hefur náð tökum á eldi sem braust út í flóttamannabúðum á eyjunni í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu og slökkviliði. 4.700 flóttamenn búa í búðunum, en þrettán voru handteknir fyrr í vikunni grunaðir um aðild að íkveikju. Tveir eða þrír gámar í búðunum gjöreyðilögðust í eldinum, en engan sakaði.

Slökkvilið á grísku eyjunni Samos hefur náð tökum á eldi sem braust út í flóttamannabúðum á eyjunni í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu og slökkviliði. 4.700 flóttamenn búa í búðunum, en þrettán voru handteknir fyrr í vikunni grunaðir um aðild að íkveikju. Tveir eða þrír gámar í búðunum gjöreyðilögðust í eldinum, en engan sakaði.

Skammt er síðan kviknaði í öðrum flóttamannabúðum á Grikklandi, Moria-búðunum á eyjunni Lesbos, en við það misstu 12.000 flóttamenn heimili sitt, ef heimili skyldi kalla.

Flóttamannabúðirnar voru báðar settar upp árið 2015. Búðirnar á Samos voru upphaflega ætlaðar 650 flóttamönnum, en sem fyrr segir dvöldust þar um 4.700 manns þegar eldurinn kviknaði.

mbl.is