Blása kórónuveirunni af landi brott

Kórónuveiran Covid-19 | 5. október 2020

Blása kórónuveirunni af landi brott

Leikhópurinn Perlan hefur þurft að takast á við áskoranir kórónuveirufaraldursins eins og allir aðrir leikhópar. Þau láta hins vegar ekki deigan síga og héldu í dag kynningu á verkefnum vetrarins í Borgarleikhúsinu. Tekið var á móti fjölmiðlafólki í búningum og var því um nokkurs konar æfingu að ræða, en nýjar samkomutakmarkanir gera leikhópnum, sem telur 10 manns, erfitt fyrir.

Blása kórónuveirunni af landi brott

Kórónuveiran Covid-19 | 5. október 2020

Leikhópurinn Perlan hefur þurft að takast á við áskoranir kórónuveirufaraldursins eins og allir aðrir leikhópar. Þau láta hins vegar ekki deigan síga og héldu í dag kynningu á verkefnum vetrarins í Borgarleikhúsinu. Tekið var á móti fjölmiðlafólki í búningum og var því um nokkurs konar æfingu að ræða, en nýjar samkomutakmarkanir gera leikhópnum, sem telur 10 manns, erfitt fyrir.

Leikhópurinn Perlan hefur þurft að takast á við áskoranir kórónuveirufaraldursins eins og allir aðrir leikhópar. Þau láta hins vegar ekki deigan síga og héldu í dag kynningu á verkefnum vetrarins í Borgarleikhúsinu. Tekið var á móti fjölmiðlafólki í búningum og var því um nokkurs konar æfingu að ræða, en nýjar samkomutakmarkanir gera leikhópnum, sem telur 10 manns, erfitt fyrir.

Bergljót Arnalds, leikstjóri Perlunnar, segir í samtali við mbl.is að síðustu mánuðir hafi verið leikhópnum þungbærir. „Þetta er búið að taka á fyrir alla, sérstaklega fyrir þau sem eru í áhættuhópum og hafa þurft að sæta einangrun,“ segir Bergljót. Þrátt fyrir það hafi enginn kvíði verið í hópnum fyrir æfinguna í dag. „Einmitt andstæðan, allir voru spenntir að hittast og gera eitthvað saman,“ segir hún. „Þau voru rosalega kát, mjög gaman að dusta rykið af búningunum.“

Leikhópurinn Perlan var stofnaður árið 1983 af Sigríði Eyþórsdóttur, kennara og leikstjóra. Eftir andlát Sigríðar árið 2016 tók Bergljót, dóttir hennar, við leikstjórn hópsins. Bergljót segist una sér mjög vel í þessu hlutverki. „Ég er algjörlega ástfangin af þeim. Það er bara verst að við megum ekki knúsast því að yfirleitt taka þau á móti manni með djúpu og innilegu faðmlagi. Maður saknar þess.“

Varðandi viðbrögð leikhópsins við veirufaraldrinum segir Bergljót þau öll vera á einu máli: „Kórónuveiran á að fara í burtu. Þau hafa tekið upp á því að blása á hana svo hún fjúki af landi brott.“

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman