Helmingur ferðamanna í maí frá Bandaríkjunum

Ferðamenn á Íslandi | 15. júní 2021

Helmingur ferðamanna í maí frá Bandaríkjunum

Fjöldi brottfara bandarískra ferðamanna frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar nam 7.490 í maí. Heildarbrottfarir erlendra ferðamanna voru tæplega 14.400 í mánuðinum. 

Helmingur ferðamanna í maí frá Bandaríkjunum

Ferðamenn á Íslandi | 15. júní 2021

Ferðamenn greiða bílastæðagjald á gosstöðvunum í Geldingadölum.
Ferðamenn greiða bílastæðagjald á gosstöðvunum í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi brottfara bandarískra ferðamanna frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar nam 7.490 í maí. Heildarbrottfarir erlendra ferðamanna voru tæplega 14.400 í mánuðinum. 

Fjöldi brottfara bandarískra ferðamanna frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar nam 7.490 í maí. Heildarbrottfarir erlendra ferðamanna voru tæplega 14.400 í mánuðinum. 

Helmingur þeirra ferðamanna sem hingað komu í maí var þannig bandarískur, en samkvæmt Hagsjá Landsbankans bendir það til þess að bandarískir ferðamenn verði áberandi hér á landi á næstu mánuðum. 

Sundurgreining talna um erlenda ferðamenn eftir þjóðerni nær aftur til ársins 2002. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna var 52% í maí þessa árs, en engin þjóð hefur mælst með jafn hátt hlutfall áður. Fyrra metið var frá júní 2018 en þá voru það einnig Bandaríkjamenn sem í hlut áttu og voru 39,7% allra erlendra ferðamanna. 

Frá árinu 2015 hafa Bandaríkjamenn nær alltaf verið fjölmennastir ferðamanna hér á landi og hefur hlutfall þeirra legið á bilinu 19-30%. Undantekning á þessu er síðasta ár, en þá voru Bretar fjölmennastir. Fram kemur í Hagsjánni að lítið sé þó að marka síðasta ár sökum áhrifa heimsfaraldurs.

mbl.is