Litháen ver landamærin við Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland | 7. júlí 2021

Litháen ver landamærin við Hvíta-Rússland

Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að hindrun verði byggð á landamærum landsins við Hvíta-Rússland til þess að koma í veg fyrir komu ólöglegs flóttafólks frá Mið-Austurlöndum.

Litháen ver landamærin við Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland | 7. júlí 2021

Landamæri Hvíta-Rússlands og Litháen.
Landamæri Hvíta-Rússlands og Litháen. AFP

Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að hindrun verði byggð á landamærum landsins við Hvíta-Rússland til þess að koma í veg fyrir komu ólöglegs flóttafólks frá Mið-Austurlöndum.

Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að hindrun verði byggð á landamærum landsins við Hvíta-Rússland til þess að koma í veg fyrir komu ólöglegs flóttafólks frá Mið-Austurlöndum.

Forsætisráðherra Litháens, Ingrid Simonyte, segir að um þúsund flóttamenn séu í haldi eftir að hafa farið yfir landamærin frá 1. júlí. Á öllu síðasta ári handtók Litháen 81 ólöglegan flóttamann á landamærunum. 

Forsætisráðherra Litháen, Ingrid Simonyte, við landamærin.
Forsætisráðherra Litháen, Ingrid Simonyte, við landamærin. AFP

Simonyte sakar Hvíta-Rússland um að fljúga nú með flóttamenn að landamærunum svo þeir geti farið yfir til Litháens en sönnunargögn um það fundust á einum flóttamannanna.  

Samskipti á milli ríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan blaðamaðurinn Roman Prota­sevich og kær­asta hans, Sofia Sapega, voru hand­tek­in í Minsk í maí eft­ir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Vilnius. 

Á blaðamannafundi í dag sagði Simonyte að eftirlit með landamærunum yrði aukið til muna með aðstoð hersins og að auka hindrun yrði byggð.

Frétt á vef BBC

mbl.is