Foreldrar munu geta beðið um bóluefni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. júlí 2021

Foreldrar munu geta beðið um bóluefni

Foreldrar barna á aldrinum 12 til 18 ára munu geta beðið um bóluefni við Covid-19 fyrir börn sín þegar færi gefst. 

Foreldrar munu geta beðið um bóluefni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. júlí 2021

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar barna á aldrinum 12 til 18 ára munu geta beðið um bóluefni við Covid-19 fyrir börn sín þegar færi gefst. 

Foreldrar barna á aldrinum 12 til 18 ára munu geta beðið um bóluefni við Covid-19 fyrir börn sín þegar færi gefst. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 

Spurður út í bólusetningar barna á aldrinum 12 til 18 ára sagði Þórólfur:

„Við erum vissulega að greina smit hjá börnum niður í tólf ára og undir tólf ára en þau eru bara mjög fátíð og eins og ég hef getið um áður er ég ekki alveg viss um að bólusetning hjá þessum hópi sé eins mikilvæg eins og hjá eldri hópum, en það er vissulega til skoðunar.“

Þegar við erum í stakk búin

„Við erum að bólusetja sérstaklega börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar eiga þess kost að biðja um þetta bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“

Jafnframt sagði Þórólfur að þeim sem fengið hafa Janssen-bóluefni verði boðinn aukaskammtur bóluefnis eftir miðbik ágúst. Sama eigi við um þá sem líklegt er að hafi svarað bólusetningu illa. 

mbl.is