Framsókn sprengir utan af sér þingflokksherbergin

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Framsókn sprengir utan af sér þingflokksherbergin

Framsóknarflokkurinn er orðinn of stór fyrir þingflokksherbergi sín enda tók þingflokkurinn óvenju hraðan vaxtarkipp í kosningum til Alþingis, fór úr átta þingmönnum í þrettán. Því fundar flokkurinn í herbergi forsætisnefndar Alþingis síðdegis í dag. 

Framsókn sprengir utan af sér þingflokksherbergin

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Frá kosningavöku Framsóknarflokksins á laugardag.
Frá kosningavöku Framsóknarflokksins á laugardag. mbl.is/Hólmfríður

Framsóknarflokkurinn er orðinn of stór fyrir þingflokksherbergi sín enda tók þingflokkurinn óvenju hraðan vaxtarkipp í kosningum til Alþingis, fór úr átta þingmönnum í þrettán. Því fundar flokkurinn í herbergi forsætisnefndar Alþingis síðdegis í dag. 

Framsóknarflokkurinn er orðinn of stór fyrir þingflokksherbergi sín enda tók þingflokkurinn óvenju hraðan vaxtarkipp í kosningum til Alþingis, fór úr átta þingmönnum í þrettán. Því fundar flokkurinn í herbergi forsætisnefndar Alþingis síðdegis í dag. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun þarf að ráðast í endurskipulagningu á skrifstofu Alþingis nú í kjölfar kosninga enda hefur plássþörf þingflokkanna breyst vegna fylgisbreytinga. 

Nýju þingmennirnir með fjölbreytta reynslu

Spurð um það sem muni fara fram á fundinum segir Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins: „Við munum fara yfir stöðuna og okkar áherslur.“

Sex þingmenn koma nýir inn fyrir Framsókn og er um helmingur þeirra með reynslu af þingstörfum í gegnum varaþingmennsku. 

„Mér líst mjög vel á þennan hóp. Þau eru með fjölbreytta reynslu og það skiptir miklu máli,“ segir Líneik Anna um það. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vilja fylgja kosningaáherslunum eftir

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, hafa gefið það út að þau muni ræða um áframhaldandi stjórnarsamstarf enda hélt ríkisstjórnin meirihluta og bætti raunar við sig þremur þingmönnum, þökk sé stórsigri Framsóknar. 

Hvað hyggist þið setja á oddinn í málefnasamningi? 

„Við erum að byrja að ræða það en við fylgjum eftir kosningaáherslunum og góðum árangri frá síðasta kjörtímabili. Við munum ræða fókusinn á eftir,“ segir Líneik Anna.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í morgun og þingflokkur Vinstri grænna í gær.

mbl.is