Talningarsalurinn var ólæstur

Alþingiskosningar 2021 | 20. október 2021

Talningarsalurinn var ólæstur

Hurð inn í talningarsal á Hótel Borgarnesi var ólæst á meðan kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi lágu þar inni, óinnsigluð og óvöktuð, eftir að talningu lauk í kjölfar þingkosninganna í síðasta mánuði. 

Talningarsalurinn var ólæstur

Alþingiskosningar 2021 | 20. október 2021

Frá Borgarnesi. Ljóst er að málið um meðferð kjörgagna í …
Frá Borgarnesi. Ljóst er að málið um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi er hvergi nærri lokið. mbl.is/Sigurður Bogi

Hurð inn í talningarsal á Hótel Borgarnesi var ólæst á meðan kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi lágu þar inni, óinnsigluð og óvöktuð, eftir að talningu lauk í kjölfar þingkosninganna í síðasta mánuði. 

Hurð inn í talningarsal á Hótel Borgarnesi var ólæst á meðan kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi lágu þar inni, óinnsigluð og óvöktuð, eftir að talningu lauk í kjölfar þingkosninganna í síðasta mánuði. 

Þetta herma heimildir mbl.is.

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, hefur áður sagt í fjölmiðlum að salurinn hafi verið læstur, en þó hafa einhverjir dregið það í efa. 

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi.
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Ljósmynd/Dómsmálaráðuneytið

Sektirnar líklega ekki greiddar

Þannig vilja heimildamenn mbl.is meina að hver sem er hafi getað gengið inn og út um eina hurð á salnum. Vitað er að starfsmaður hótelsins og dóttir eiganda þess tók myndir af óinnsigluðum kjörgögnum og setti á samfélagsmiðla. Á þeirri mynd sjást engir stjórnarmenn í yfirkjörstjórn.

Heimildir mbl.is herma einnig að stjórnarmenn í yfirkjörstjórn séu ekki taldir líklegir til þess að greiða sektir, sem lögreglan á Vesturlandi hefur boðið þeim að greiða. Að því gefnu færi málið til ákærusviðs og mögulega til meðferðar dómstóla. 

Áðurnefndur Ingi Tryggvason vildi ekki tjá sig um sektirnar í morgun þegar mbl.is hringdi í hann. 

Heimildir mbl.is herma þó að allir stjórnarmenn hafi fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur, að Inga undanskilnum sem var boðið að greiða sekt upp á 250 þúsund krónur. 

mbl.is