Halldóra endurkjörin þingflokksformaður

Alþingiskosningar 2021 | 30. nóvember 2021

Halldóra endurkjörin þingflokksformaður

Halldóra Mogensen hefur verið endurkjörin þingflokksformaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokksfundi Pírata í dag. Þar hlaut Björn Leví Gunnarsson jafnframt embætti formanns flokksins.

Halldóra endurkjörin þingflokksformaður

Alþingiskosningar 2021 | 30. nóvember 2021

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldóra Mogensen hefur verið endurkjörin þingflokksformaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokksfundi Pírata í dag. Þar hlaut Björn Leví Gunnarsson jafnframt embætti formanns flokksins.

Halldóra Mogensen hefur verið endurkjörin þingflokksformaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokksfundi Pírata í dag. Þar hlaut Björn Leví Gunnarsson jafnframt embætti formanns flokksins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var endurkjörin varaþingflokksformaður og Gísli Rafn Ólafsson útnefndur næsti ritari þingflokksins, að því er segir í tilkynningu.

Við upphaf hvers löggjafarþings hefur þingflokkur Pírata valið nýjan formann Pírata með hlutkesti. Það var framkvæmt á þingflokksfundinum og féll embættið í skaut Björns Levís.

„Formannsembætti Pírata fylgja engar formlegar skyldur eða valdheimildir. Björn Leví mun þannig, rétt eins og fyrri formenn Pírata, hafna 50 prósenta formannsálagi á þingfararkaup. Þingflokkur Pírata stendur fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og þannig tryggja aðgang að sömu aðstoð og aðrir þingflokkar njóta,” segir í tilkynningunni.

mbl.is