Mörg börn vantar í forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk

Bólusetningar við Covid-19 | 8. janúar 2022

Mörg börn vantar í forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk

Forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk til að tengja börn við forsjáraðila vegna bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára er ófullkomin og mörg börn vantar í hana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis.

Mörg börn vantar í forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk

Bólusetningar við Covid-19 | 8. janúar 2022

Til stendur að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 …
Til stendur að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára á höfuðborgarsvæðinu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk til að tengja börn við forsjáraðila vegna bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára er ófullkomin og mörg börn vantar í hana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis.

Forsjárskrá sem sóttvarnalæknir fékk til að tengja börn við forsjáraðila vegna bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára er ófullkomin og mörg börn vantar í hana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis.

Reynt verður að laga villuna strax eftir helgi, en það gæti hins vegar tekið nokkra daga, að segir í tilkynningunni. Það þurfi þó ekki að tefja bólusetningu þó villan hafi komi upp, en augljóst verði í bólusetningakerfinu að enginn forsjáraðili hafi fundist í skránni.

„Ef þið viljið bólusetningu og eruð sammála, þá mætir forsjáraðili með barni á auglýstan bólusetningastað á réttum tíma, þjónustuborðið hjálpar ykkur ef þið hafið ekki strikamerki.

Ef þið viljið afþakka eða bíða með bólusetningu getið þið beðið eftir að kerfið sé lagað til að skrá það, eða sent skilaboð á skólahjúkrunarfræðing, segir í tilkynningunni.

Samþykkisferli fyrir bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára er nú orðið virkt og hægt er að nálgast upplýsingar á vef embættis landlæknis.

mbl.is