Ekki lengur hættustig á landamærum vegna álags

Flóttafólk á Íslandi | 16. maí 2022

Ekki lengur hættustig á landamærum vegna álags

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að færa hættustig á landamærum vegna yfirálags niður á óvissustig.

Ekki lengur hættustig á landamærum vegna álags

Flóttafólk á Íslandi | 16. maí 2022

Nú þegar móttökukerfið fyrir einstaklinga hefur verið eflt á öllum …
Nú þegar móttökukerfið fyrir einstaklinga hefur verið eflt á öllum stigum þá hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að færa viðbúnaðarstig niður á óvissustig af hættustigi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að færa hættustig á landamærum vegna yfirálags niður á óvissustig.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að færa hættustig á landamærum vegna yfirálags niður á óvissustig.

Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra, að þann 8.mars hafi verið virkjuð viðbragðsáætlun á hættustigi vegna yfirálags á landamærum, vegna einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.

„Nú þegar móttökukerfið fyrir einstaklinga hefur verið eflt á öllum stigum, með samhentu átaki, og fyrirséð er að efld geta kerfisins muni höndla vel þann fjölda sem hingað sækir, miðað við núverandi aðstæður, hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að færa viðbúnaðarstig niður á óvissustig af hættustigi.“

mbl.is