„Að vera flugfreyja er svo skrýtið“

Borgarferðir | 12. júní 2022

„Að vera flugfreyja er svo skrýtið“

Flugfreyja að nafni Yana Igorevna Biryukova hefur líklegast ferðast meira en nokkur annar á síðustu tveimur árum, enda hefur hún það að atvinnu að ferðast. Biryukova heldur úti vinsælum TikTok-reikningi þar sem hún gefur TikTok-notendum innsýn inn í líf flugfreyjunnar, sem getur oft á tíðum verið afar margslungið. 

„Að vera flugfreyja er svo skrýtið“

Borgarferðir | 12. júní 2022

Flugfreyjan Yana Igorevna Biryukova.
Flugfreyjan Yana Igorevna Biryukova. Skjáskot/Instagram

Flugfreyja að nafni Yana Igorevna Biryukova hefur líklegast ferðast meira en nokkur annar á síðustu tveimur árum, enda hefur hún það að atvinnu að ferðast. Biryukova heldur úti vinsælum TikTok-reikningi þar sem hún gefur TikTok-notendum innsýn inn í líf flugfreyjunnar, sem getur oft á tíðum verið afar margslungið. 

Flugfreyja að nafni Yana Igorevna Biryukova hefur líklegast ferðast meira en nokkur annar á síðustu tveimur árum, enda hefur hún það að atvinnu að ferðast. Biryukova heldur úti vinsælum TikTok-reikningi þar sem hún gefur TikTok-notendum innsýn inn í líf flugfreyjunnar, sem getur oft á tíðum verið afar margslungið. 

„Að vera flugfreyja er svo skrýtið. Eina stundina er ég að borða frosna máltíð í eldhúsinu aftast í vélinni umkringd tíu ruslafötur og fjögur salerni sem lykta eins og litlar rottur. Klukkutíma síðar fer ég út úr vélinni og eyði fimm dögum í að sötra Pina Colada í efnislitlum sundfötum á ströndinni,“ skrifaði Biryukova við TikTok-myndskeið sem hún birti nýlega og lýsti þar með margskiptu starfsumhverfi flugþjóna. 

Biryukova er búsett í Dallas í Texas-ríki í Bandaríkjunum og hefur ferðast til að minnsta kosti 25 landa á síðastliðnum tveimur árum. Í starfi hennar sem flugfreyja nýtur hún þeirra forréttinda að fá að ferðast um heiminn og upplifa nýja menningarheima með hverjum áfangastaðnum. Starf flugfreyjunnar hefur oft verið glætt miklum glamúr þó svo að sú glansmynd eigi ekki alltaf við rök að styðjast líkt og Biryukova benti á. 

Myndskeiðið sem Biryukova setti inn í byrjun vikunnar hefur farið um netheima eins og eldur í sinu. Síðustu daga hafa yfir 1,2 milljónir manna horft á það og fer áhorfunum fjölgandi.

mbl.is