Rúna Sif, kona ársins 2021, fékk riddarakross í þágu mannúðar

Áhugavert fólk | 17. júní 2022

Rúna Sif, kona ársins 2021, fékk riddarakross í þágu mannúðar

Rúna Sif Rafnsdóttir, sjúkraliði sem er búsett á Tálknafirði, komst í fréttirnar í fyrra þegar hún gaf hluta af líffæri úr sér til að bjarga lífi syni vinkonu sinnar. Að mati lesenda Smartlands var hún valin kona ársins 2021. Í dag fékk hún fálkorðuna sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

Rúna Sif, kona ársins 2021, fékk riddarakross í þágu mannúðar

Áhugavert fólk | 17. júní 2022

Rúna Sif Rafnsdóttir fékk fálkaorðuna í dag á Bessastöðum.
Rúna Sif Rafnsdóttir fékk fálkaorðuna í dag á Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúna Sif Rafnsdóttir, sjúkraliði sem er búsett á Tálknafirði, komst í fréttirnar í fyrra þegar hún gaf hluta af líffæri úr sér til að bjarga lífi syni vinkonu sinnar. Að mati lesenda Smartlands var hún valin kona ársins 2021. Í dag fékk hún fálkorðuna sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

Rúna Sif Rafnsdóttir, sjúkraliði sem er búsett á Tálknafirði, komst í fréttirnar í fyrra þegar hún gaf hluta af líffæri úr sér til að bjarga lífi syni vinkonu sinnar. Að mati lesenda Smartlands var hún valin kona ársins 2021. Í dag fékk hún fálkorðuna sem veitt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 

Ef það er ein­hver sem á skilið að vera val­in kona árs­ins þá er það Rúna Sif sem tók flugið frá Bíldu­dal til þess að bjarga manns­lífi. Eld­ur Elí er níu mánaða dreng­ur sem þurfti nýja lif­ur til að geta lifað af. Eld­ur Elí er son­ur Bjarka Páls Ey­steins­son­ar og Krist­ín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sem eru vin­ir Rúnu Sifjar og eig­in­manns henn­ar, Jónatans Guðbrands­son­ar. Síðasta sum­ar kom í ljós að ef Eld­ur Elí fengi ekki líf­færa­gjöf myndi hann ekki lifa það af. Þá var hann bú­inn að vera veik­ur í marga mánuði. Hann var lagður inn á spít­ala vegna lifr­ar­bólgu sem hann fékk af völd­um veiru­sýk­ing­ar. Það gerði það að verk­um að hann var með skerta lifr­ar­starf­semi sem get­ur verið mjög hættu­legt.

„Þegar ég heyrði fyrst af því að for­eldr­arn­ir væru að at­huga hvort þau gætu gefið hon­um líf­færi úr sér þá flaug það strax í gegn­um huga minn að kannski gæti ég gert það ef þau gætu það ekki,“ seg­ir Rúna Sif og bæt­ir við:

„Lea Sif Vals­dótt­ir vin­kona okk­ar býr í Stokk­hólmi í Svíþjóð. Hún hafði farið í frí til Gauta­borg­ar með fjöl­skyldu sinni þar sem þau hittu Krist­ínu sem var með eldri börn­in sín, en Bjarki komst ekki, því hann sat hjá Eldi Elí, sem var kom­inn í ein­angr­un og ástandið mjög slæmt.

Það var ein­mitt í þess­ari ferð sem Lea gerði sér grein fyr­ir hversu heilsu Elds Elís hafði hrakað hratt og mikið, svo mjög að ekki þyrfti að spyrja að leiks­lok­um, ef eng­in lif­ur væri í boði. Það mætti eng­an tíma missa. Á þess­um tíma­punkti var vitað að for­eldr­ar hans pössuðu ekki sem líf­færa­gjaf­ar fyr­ir hann, svo Lea vildi láta kanna hvort hún væri lík­leg­ur gjafi.

Stuttu seinna fór Lea með lest eldsnemma frá Stokk­hólmi aft­ur til Gauta­borg­ar í tékk. Ég hafði verið á næt­ur­vakt svo ég var vak­andi þegar hún var á ferðalag­inu og við töluðum svo lengi og hún upp­lýsti mig um allt sem hún vissi. Bæði áður en hún fór og eft­ir. Þenn­an laug­ar­dag sendi ég póst í sam­eig­in­legt spjall í vin­konu­hóp­inn okk­ar og spurði Krist­ínu hvort við gæt­um ekki líka farið í tékk hér á Íslandi, þá tóku fleiri und­ir það í hópn­um. Það vildu all­ir gera sitt.

Síðar þenn­an laug­ar­dag kom í ljós að Lea passaði ekki. Þá sendi ég skila­boð beint á Krist­ínu vin­konu að ég vildi láta at­huga mig. Þetta kom frá mín­um dýpstu hjartarót­um og ég fann að ég vildi gera þetta. Ég fann strax hvað Krist­ín og Bjarki voru þakk­lát. Á mánu­deg­in­um voru fleiri bún­ir að fara í tékk og ég var orðin óþol­in­móð og fór að hringja sjálf á Land­spít­al­ann. Ég hafði svo sterka til­finn­ingu að ég þyrfti að fara í þetta tékk,“ seg­ir Rúna Sif.

Rúna Sif Rafnsdóttir er hér ásamt eiginmanni sínum, Jónatani Guðbrandssyni …
Rúna Sif Rafnsdóttir er hér ásamt eiginmanni sínum, Jónatani Guðbrandssyni og sonunum þremur. Þeir heita Jökul Rafn, Grétar Elí og Guðbrandur Elí. Kristinn Magnússon
Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins að mati lesenda Smartlands.
Rúna Sif Rafnsdóttir er kona ársins að mati lesenda Smartlands.
mbl.is