„Þegar ég verð stór ætla ég að vera eins og Bogi og Birta“

Áhugavert fólk | 30. júní 2022

„Þegar ég verð stór ætla ég að vera eins og Bogi og Birta“

Ólöf Ragnarsdóttir, fréttakona á RÚV, er viðmælandi vikunnar að þessu sinni. Ólöf hefur vakið mikla athygli að undanförnu sem sjónvarpsfréttamaður á RÚV og fer aðdáendahópur hennar ört stækkandi. Ólöfu hefur verið lýst sem einstaklega þægilegum fréttamanni þar sem góður talandi og ljúf rödd eru einkennandi í fari hennar ásamt fágaðri framkomu.

„Þegar ég verð stór ætla ég að vera eins og Bogi og Birta“

Áhugavert fólk | 30. júní 2022

Ólöf Ragnarsdóttir.
Ólöf Ragnarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Ólöf Ragnarsdóttir, fréttakona á RÚV, er viðmælandi vikunnar að þessu sinni. Ólöf hefur vakið mikla athygli að undanförnu sem sjónvarpsfréttamaður á RÚV og fer aðdáendahópur hennar ört stækkandi. Ólöfu hefur verið lýst sem einstaklega þægilegum fréttamanni þar sem góður talandi og ljúf rödd eru einkennandi í fari hennar ásamt fágaðri framkomu.

Ólöf Ragnarsdóttir, fréttakona á RÚV, er viðmælandi vikunnar að þessu sinni. Ólöf hefur vakið mikla athygli að undanförnu sem sjónvarpsfréttamaður á RÚV og fer aðdáendahópur hennar ört stækkandi. Ólöfu hefur verið lýst sem einstaklega þægilegum fréttamanni þar sem góður talandi og ljúf rödd eru einkennandi í fari hennar ásamt fágaðri framkomu.

Hvernig myndir þú lýsa eigin útliti?

„Lágvaxin, er einna helst þekkt fyrir það.“

Ef fundin yrði upp pilla sem gerði þig 200 ára myndirðu kaupa hana og í hvað myndirðu eyða þessum auka árum?

„Úff ég veit það ekki. Ef allir sem mér þykir vænt um fengju sömu pillu myndi ég slá til og nota tímann til að læra ný tungumál.“

Hvaða auglýsingar þolirðu ekki?

„Hagkaups auglýsingin (þarna með laginu) fer afskaplega í taugarnar á mér. Veit ekki af hverju.“

Hvaða bók lastu síðast?

„Justice for some eftir Nouru Erakat.“

Á hvernig tónlist hlustarðu mest?

„Bubba og Bítlana, þarf ekkert meira.“

Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig?

„Ég virðist frekar góð í pílu, komst að því um daginn.“

Hvert er átrúnaðargoðið þitt?

„Þegar ég verð stór ætla ég að vera eins og samstarfsfólkið mitt Bogi og Birta.“

Hefurðu reynt að hætta að drekka?

„Nei það hefur ekki gerst enn.“

Hefurðu þóst vera veik/ur til að sleppa við að mæta í vinnu eða skóla?

„Ótrúlegt en satt þá hef ég aldrei gert það, ekki svo ég muni. En var einu sinni sökuð um að ljúga til um veikindi og er enn sár yfir því.“

Hvernig er að horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu?

„Mér finnst það ekkert æðislegt. Ég reyni samt að gera það til þess að læra af því og sjá hvað betur megi fara.“

Hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefur haft mest áhrif á þig?

„Ég hef hugsað mjög mikið um Handmaids Tale síðan ég sá þá þætti. Ekki síst núna upp á síðkastið… Svo eiga Stella í Orlofi og Með allt á hreinu stóran þátt í unglingsárunum.“

Hvaða skóstærð notarðu?

„36-37“

Í hvaða Hollywood-stjörnu ertu skotin/nn?

„Ég mun aldrei svíkja Leonardi DiCaprio, hann hefur átt hjarta mitt síðan í Titanic.“

Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?

„Hvað talar þú mörg tungumál?“


 

mbl.is