Viðhorfin hafa breyst hratt

Umhverfisvitund | 1. nóvember 2022

Viðhorfin hafa breyst hratt

Á heimsvísu losar mannvirkjageirinn um 30-40% af gróðurhúsalofttegundum og er því stór málaflokkur þegar kemur að losun á heimsvísu. Við þurfum því að gera eitthvað í þessum málum, segir Bergþóra Kvaran sem hélt fyrirlestur í dag í netstreymi undir yfirskriftinni: Umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. 

Viðhorfin hafa breyst hratt

Umhverfisvitund | 1. nóvember 2022

Bergþóra Kvaran sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Bergþóra Kvaran sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á heimsvísu losar mannvirkjageirinn um 30-40% af gróðurhúsalofttegundum og er því stór málaflokkur þegar kemur að losun á heimsvísu. Við þurfum því að gera eitthvað í þessum málum, segir Bergþóra Kvaran sem hélt fyrirlestur í dag í netstreymi undir yfirskriftinni: Umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. 

Á heimsvísu losar mannvirkjageirinn um 30-40% af gróðurhúsalofttegundum og er því stór málaflokkur þegar kemur að losun á heimsvísu. Við þurfum því að gera eitthvað í þessum málum, segir Bergþóra Kvaran sem hélt fyrirlestur í dag í netstreymi undir yfirskriftinni: Umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. 

Bergþóra er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Erindið er öllum opið á netinu og verður upptakan aðgengileg á netinu enda er skilaboðunum að hluta til beint til almennings. Þar bendir Bergþóra á ýmislegt sem fólk geti kynnt sér þegar það stendur í framkvæmdum ef áhugi er fyrir hendi. 

 „Það er ótrúlegt hvað leynist í mörgum þessara byggingarefna eins og heilsuspillandi efni sem geta verið krabbameinsvaldandi eða hórmónaraskandi. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning og úrvalið er orðið fjölbreyttara. Hægt er að finna betri byggingarefni þar sem heilsuspillandi efni hafa verið takmörkuð. Við reynum því að hjálpa fólki að átta sig á því hvaða vörur eru vottaðar af áreiðanlegum merkjum. Til er aragrúi af merkjum og fólk á almennt erfitt með að greiða úr þeim. Við leggjum áherslu á að fólk læri að þekkja hvaða merki eru áreiðanlegust og hverju er hægt að treysta. 

Þetta snýst því mikið um val þegar fólk kaupir byggingarefni og aðrar vörur fyrir heimilið. Í fyrirlestrinum gefum við einnig ráð í sambandi við orkunotkun á heimilinu. Til að mynda er hægt er að kaupa heimilistæki í betri orkuflokki eða kaupa LED ljósaperur svo dæmi sé tekið. Einnig tala ég um loftræstingu og loftskiptakerfi sem eru orðin algengari í íbúðarhúsnæðum. En taka má fram að hefðbundna fyrirkomulagið þar sem ofnar eru undir gluggum er gott upp á hringrásina vegna þess að þegar kalda loftið kemur inn að utan og skellur á heita loftinu frá ofninum, þá myndast ákveðin hringrás sem styður við betri loftgæði innandyra.“

Varðandi umhverfisvottuð merki þá er væntanlega verið að vísa í alþjóðlegar vottanir? 

„Já til erum umhverfisvottanir sem vinna eftir staðlinum 14024. Það eru til dæmis norræna merkið Svanurinn, Blái engillinn og Evrópublómið. Þessi merki þurfa að standast ákveðnar kröfur til að geta kallað sig umhverfismerki týpa 1. Einnig eru til vörur sem falla undir umhverfismerki 2 eða 3 og þá eru kröfurnar ekki eins harðar. Við reynum að hjálpa fólki að læra á þetta og gera greinarmun á umhverfismerkjum og öðrum vottunum eins og þeim sem snúa að öryggi.“ 

Fróðleikur fyrir einstaklinga og fagaðila

Bergþóra segir að markmiðið með fyrirlestrinum sé að ná til bæði almennings en einnig fagaðila sem koma að framkvæmdum. Áhersla sé lögð á loftslagsmálin og umhverfismengun. Í erindinu má heyra ráðleggingar um burðarefni í byggingum, hvernig best sé að standa að endurbótum, orkunotkun, loftræstingu og hvernig best sé að velja byggingarefni út frá efnisinnihaldi. 

Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á síðustu árum að hennar mati hvað þetta varðar. 

„Já og er að gerast hratt núna í byggingageiranum. Núna er til dæmis verkefni í gangi á vegum Byggjum Grænni framtíð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum byggingariðnaði hefur verið metin en hingað til hafa ekki hafa verið til tölur fyrir þá losun. Byggjum Grænni framtíð hefur einnig gefið út Vistvænan vegvísi í mannvirkjagerð þar sem fram koma ýmis markmið og aðgerðir sem eiga að hjálpa Íslendingum að standa við markmiðin varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030.

Mannvirkjageirinn losar um 30-40% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu að sögn …
Mannvirkjageirinn losar um 30-40% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu að sögn Bergþóru. mbl.is/Hákon Pálsson

Í kjölfarið af þessu verkefni varð meðal annars ákveðin vakning varðandi umhverfisvottanir bygginga og að framkvæma lífsferilsgreiningar þar sem loftslagsáhrifin eru metin út frá byggingunni frá því hún er hönnuð og þar til hún er rifin niður. Flestir eru farnir að átta sig á að þetta er framtíðin og að fólk þurfi að leggjast á eitt til að ná sameiginlegum markmiðum. 

Ég finn því fyrir miklum breytingum í umræðunni en það sem vantar er fróðleikur um hvað einstaklingar geta gert sem standa í minni framkvæmdum. Einstaklingar sem eru ekki á leiðinni í umhverfisvottun með byggingar eða endurbætur en vilja standa vel að sínum framkvæmdum og velja rétt, segir Bergþóra í samtali við mbl.is

mbl.is