„Opin lína“ á milli Hvíta hússins og Kreml

Rússland | 8. nóvember 2022

„Opin lína“ á milli Hvíta hússins og Kreml

Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar hefur staðfest að samskiptaleiðir við stjórnvöld í Kreml séu enn opnar þrátt fyrir stríðið í Úkraínu.

„Opin lína“ á milli Hvíta hússins og Kreml

Rússland | 8. nóvember 2022

Sullivan hefur samkvæmt fréttaflutningi fundað með rússneskum kollegum sínum undanfarna …
Sullivan hefur samkvæmt fréttaflutningi fundað með rússneskum kollegum sínum undanfarna mánuði. AFP

Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar hefur staðfest að samskiptaleiðir við stjórnvöld í Kreml séu enn opnar þrátt fyrir stríðið í Úkraínu.

Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar hefur staðfest að samskiptaleiðir við stjórnvöld í Kreml séu enn opnar þrátt fyrir stríðið í Úkraínu.

BBC greinir frá.

Sullivan sagði í ávarpi sem hann hélt í New York að hagsmunir Bandaríkjanna fælust í opnum samskiptaleiðum við Kreml. Hann tók þó sérstaklega fram að embættismenn væru meðvitaðir um hverja við væri að eiga. 

Talsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu ekki getað þrætt fyrir fréttaflutning af sambandi Sullivans við Kreml í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir notkun kjarnavopna í Úkraínu. 

Wall Street Journal greindi nýlega frá því að Sullivan hefði átt leynilega fundi við kollega sína í Rússlandi, Nikolaí Patrushev, yfirmann öryggisráðs Rússlands, og Júrí Ushakov, háttsettan embættismann í utanríkismálum, undanfarna mánuði. 

Heimildarmenn Wall Street Journal segja embættismennina hafa rætt leiðir til að koma í veg fyrir stigmögnun stríðsins og notkun kjarnavopna. Samtöl þeirra séu ekki samningaviðræður um hvernig binda megi enda á stríðið.

mbl.is