Ný NATO-ríki veki neikvæða athygli Rússa

Rússland | 13. febrúar 2023

Ný NATO-ríki veki neikvæða athygli Rússa

Lars Nordrum, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, telur að innganga nágrannalandanna Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið NATO geti kveikt aukna, og neikvæða, athygli Rússa á Noregi og „dregið Noreg nær Eystrasaltinu“ eins og hann orðar það við norska ríkisútvarpið NRK.

Ný NATO-ríki veki neikvæða athygli Rússa

Rússland | 13. febrúar 2023

Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar telur NATO-aðild nágrannaríkja hafa í för með …
Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar telur NATO-aðild nágrannaríkja hafa í för með sér aukna og neikvæðna athygli Rússa í garð Noregs þótt hann telji aðildina hvalreka á fjörur NATO og Noregs. Ljósmynd/Norski herinn

Lars Nordrum, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, telur að innganga nágrannalandanna Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið NATO geti kveikt aukna, og neikvæða, athygli Rússa á Noregi og „dregið Noreg nær Eystrasaltinu“ eins og hann orðar það við norska ríkisútvarpið NRK.

Lars Nordrum, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, telur að innganga nágrannalandanna Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið NATO geti kveikt aukna, og neikvæða, athygli Rússa á Noregi og „dregið Noreg nær Eystrasaltinu“ eins og hann orðar það við norska ríkisútvarpið NRK.

„Noregur fær lykilhlutverk í að veita Svíþjóð og Finnlandi liðsauka,“ segir Nordrum enn fremur. Hann tekur það fram að NATO-aðild nágrannaríkjanna sé hvalreki á fjörur bandalagsins og Noregs, en Noregur er ásamt Íslandi eitt tólf stofnríkja bandalagsins, þann hvalreka muni Moskva hins vegar líta öðrum augum.

Tortryggni milli Rússlands og NATO

Kveður hann Rússa þó ekki hafa haft sig mikið í frammi gagnvart Noregi eftir að stríðið hófst í Úkraínu. „Við verðum að hafa það í huga að Rússar hafa nóg með Úkraínu. Stríðsreksturinn þar sækist þeim mjög illa og þeir eru illa mannaðir á öðrum landamærasvæðum sínum. [...] Óumdeilt er að mikil tortryggni ríkir á milli Rússlands og NATO sem fljótt getur aukið spennu og valdið misskilningi á þeim svæðum sem liggja okkur nærri,“ segir Nordrum.

Að mati leyniþjónustunnar og öryggislögreglunnar PST, sem leggja fram matsskýrslur sínar í dag, er leyniþjónustustarfsemi af hálfu Rússa mesta ógnin sem Norðmenn standa nú frammi fyrir.

„Noregur fær lykilhlutverk í að veita Svíþjóð og Finnlandi liðsauka,“ …
„Noregur fær lykilhlutverk í að veita Svíþjóð og Finnlandi liðsauka,“ segir Lars Nordrum. Ljósmynd/Norski herinn

„Sú pólitíska staða öryggismála sem nú er uppi hefur áhrif á hættuna af erlendum leyniþjónustum gagnvart Noregi – og þá einkum og sér í lagi hættuna sem af Rússlandi stafar,“ segir Beate Gangås, forstöðumaður PST, við NRK. Hún bendir á að Rússar hafi nú farið með oddi og egg gegn Úkraínumönnum í eitt ár. Þar með hafi Rússar slitið diplómatísk og efnahagsleg tengsl við Vesturlönd, en hættan af leyniþjónustustarfsemi þeirra sé enn til staðar.

„Við höfum ekkert síðri ástæðu til að hafa áhyggjur nú en fyrir ári. Mér finnst nauðsynlegt að skoða nú hvaða valkosti Rússar hafa við að afla sér upplýsinga,“ heldur hún áfram og bendir meðal annars á upplýsingar um lífsnauðsynlega innviði Norges. „Þær upplýsingar geta þeir nýtt sér til að ráðast á okkur,“ segir Gangås að lokum.

NRK

TU

DN

mbl.is