Glæsihús með arinstofu eftir Svein Kjarval

Heimili | 25. febrúar 2023

Glæsihús með arinstofu eftir Svein Kjarval

Við Starhaga í Reykjavík er að finna einstakt glæsihús sem er innréttað á heillandi hátt. Húsið er 316 fm og var byggt 1954. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og er mikið lagt í innréttingar. Það sem vekur athygli er að í kjallara hússins er arinstofa sem var hönnuð af Sveini Kjarval sem var þekktur innanhúss-og húsgagnahönnuður. Kjarval stólarnir sem eru svo vinsælir núna og fást í Epal eru eftir hann. 

Glæsihús með arinstofu eftir Svein Kjarval

Heimili | 25. febrúar 2023

Hér má sjá arinstofu eftir Svein Kjarval.
Hér má sjá arinstofu eftir Svein Kjarval. Ljósmynd/Samsett

Við Starhaga í Reykjavík er að finna einstakt glæsihús sem er innréttað á heillandi hátt. Húsið er 316 fm og var byggt 1954. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og er mikið lagt í innréttingar. Það sem vekur athygli er að í kjallara hússins er arinstofa sem var hönnuð af Sveini Kjarval sem var þekktur innanhúss-og húsgagnahönnuður. Kjarval stólarnir sem eru svo vinsælir núna og fást í Epal eru eftir hann. 

Við Starhaga í Reykjavík er að finna einstakt glæsihús sem er innréttað á heillandi hátt. Húsið er 316 fm og var byggt 1954. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og er mikið lagt í innréttingar. Það sem vekur athygli er að í kjallara hússins er arinstofa sem var hönnuð af Sveini Kjarval sem var þekktur innanhúss-og húsgagnahönnuður. Kjarval stólarnir sem eru svo vinsælir núna og fást í Epal eru eftir hann. 

Starhagi 8 í Reykjavík.
Starhagi 8 í Reykjavík. Ljósmynd/Samsett

Þegar gengið er inn í húsið tekur virðulegt anddyri á móti fólki. Veggir eru panelklæddir og á gólfunum er stafaparket. Í eldhúsinu er vönduð innrétting úr tekki. Þótt eldhúsinnréttingin sé upprunaleg er búið að hugsa vel um hana og gera endurbætur á eldhúsinu. Þar er til dæmis 90 sm breið eldavél og amerískur ísskápur. Í eldhúsinu er innbyggður bekkur sem setur mikinn svip á eldhúsið. 

Í borðstofunni er grænt veggfóður sem rammar inn rýmið og gerir heimilið hlýlegt. Í stofunni er svart hrafntinnu terrazzo á gólfi og líka fallegur hlaðinn arinn. 

Af fasteignavef mbl.is: Starhagi 8

Hægt er að lesa nánar um Svein Kjarval á mbl.is. 

mbl.is