Ástráður smellti kossi á Heimi

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

Ástráður smellti kossi á Heimi

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, rak Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, rembingskoss í Karphúsinu nú í morgun rétt eftir að hann hafði lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar. 

Ástráður smellti kossi á Heimi

Kjaradeila Eflingar og SA | 1. mars 2023

Heimir Már Pétursson og Ástráður Haraldsson í Karphúsinu nú í …
Heimir Már Pétursson og Ástráður Haraldsson í Karphúsinu nú í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, rak Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, rembingskoss í Karphúsinu nú í morgun rétt eftir að hann hafði lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar. 

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, rak Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, rembingskoss í Karphúsinu nú í morgun rétt eftir að hann hafði lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar. 

Andrúmsloftið var spennuþrungið þegar Ástráður tilkynnti um miðlunartillögu sína á blaðamannafundinum sem og að vinnustöðvunum yrði frestað. 

Sverðin slíðruð

Segja má að vendingar hafi orðið í kjaradeilu SA og Eflingar í síðustu viku þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, samþykktu að slíðra sverðin og taka upp þráðinn í viðræðunum í Pallborði Vísis sem Heimir Már stýrði.

Ástráður sýndi Heimi þakklæti sitt í verki í Karphúsinu í morgun og fangaði ljósmyndari mbl.is, Eggert Jóhannesson, augnablikið.

mbl.is