Segir Eflingu reyna að útrýma láglaunastörfum

Húsnæðismarkaðurinn | 19. mars 2023

Segir Eflingu reyna að útrýma láglaunastörfum í borginni

Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsleiðtogi á Húsavík, gagnrýndi samninganefnd og forystu Eflingar harðlega í ávarpi á landsfundi VG í gær. Hann sagði tillögur Eflingar til þess fallnar að „útrýma láglaunastöfunum í Reykjavík og flytja þau hreppaflutningum út á landsbyggðina.”

Segir Eflingu reyna að útrýma láglaunastörfum í borginni

Húsnæðismarkaðurinn | 19. mars 2023

Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsleiðtogi.
Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsleiðtogi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsleiðtogi á Húsavík, gagnrýndi samninganefnd og forystu Eflingar harðlega í ávarpi á landsfundi VG í gær. Hann sagði tillögur Eflingar til þess fallnar að „útrýma láglaunastöfunum í Reykjavík og flytja þau hreppaflutningum út á landsbyggðina.”

Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsleiðtogi á Húsavík, gagnrýndi samninganefnd og forystu Eflingar harðlega í ávarpi á landsfundi VG í gær. Hann sagði tillögur Eflingar til þess fallnar að „útrýma láglaunastöfunum í Reykjavík og flytja þau hreppaflutningum út á landsbyggðina.”

„Takið eftir, þetta er ekki yfirlýsing frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða annara hægrimanna. Þetta er stefna stéttarfélags sem valdi að fara með félagsmenn í verkfall til að knýja á um, að þessi krafa næði fram að ganga,” sagði Aðalsteinn.

Býst við krefjandi þingi

Í ávarpinu kallaði Aðalsteinn enn fremur eftir sáttum innan verkalýðshreyfingarinnar fyrir komandi þing Alþýðusambands Íslands.

„Já, það má búast við krefjandi þingi, sem þarf ekki að koma á óvart, þar sem Alþýðusamband Íslands er fjöldahreyfing ólíkra hópa með mismunandi stjórnmálaskoðanir og ólíka sýn á réttindabaráttu launafólks.“

Aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu í farvatninu

Þá gerði Aðalsteinn athugasemdir við umræðuna í kringum nýliðna kjarasamningsgerð. Sagði hann hana hafa einkennst af hatursorðræðu sem hann sagði hafa leitt til þess að öryggisgæsla var sett á við húsakost ríkissáttasemjara.

„Meinið þrífst víða í samfélaginu og er eitt stærsta mein okkar samtíma. Innan Alþingis er til umræðu þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu.“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsþingi VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsþingi VG. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Sammála Samtökum atvinnulífsins

Aðalsteinn rakti atburði nýjustu lotu kjarsamningsviðræðna þar sem Efling reyndi að fylgja ekki samningi þeim sem SGS gerði við Samtök atvinnulífsins og gerði meðal annars kröfu um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengju sérstaka framfærsluuppbót vegna hærri húsnæðiskostnaðar.

„Hugsanlega er illa komið, þegar ég er orðinn sammála talsmanni Samtaka atvinnulífsins, sem sagði það myndi aldrei gerast á sinni vakt að verkafólki yrði mismunað í launum eftir búsetu fyrir sömu störf.“

Að lokum gerði Aðalsteinn kröfu um að VG myndi samþykkja leiguþak og að „opna augu siðleysingjana sem telja eðlilegt að þeir ofdekruðu hafi allt að 18 milljónir í mánaðarlaun“ ásamt því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hann sagði vera „lang, lang öflugasti stjórnmálaleiðtogi landsins.“

mbl.is