Góður gangur í viðræðum á opinbera markaðinum

Kjaraviðræður | 25. mars 2023

Góður gangur í viðræðum á opinbera markaðinum

Góður gangur er sagður vera á kjaraviðræðum samninganefnda heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum í húsnæði ríkissáttasemjara.

Góður gangur í viðræðum á opinbera markaðinum

Kjaraviðræður | 25. mars 2023

Húsnæði ríkissáttasemjara er í Borgartúni.
Húsnæði ríkissáttasemjara er í Borgartúni. mbl.is/Golli

Góður gangur er sagður vera á kjaraviðræðum samninganefnda heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum í húsnæði ríkissáttasemjara.

Góður gangur er sagður vera á kjaraviðræðum samninganefnda heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum í húsnæði ríkissáttasemjara.

Um er að ræða heildarsamflot Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands um endurnýjun kjarasamningi í sameiginlegum viðræðum við samninganefndir ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem staðið hafa yfir nær sleitulaust undanfarna daga og vikur.

Samningamenn verjast allra frétta af gangi viðræðna en markmiðið er þó sagt vera óbreytt að niðurstaða liggi fyrir áður en gildandi samningar flestra opinberra starfsmanna renna út 31. mars næstkomandi. Var reiknað með því í gær að viðræðunum yrði haldið áfram yfir helgina.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is