Erla flutti til Ítalíu og býður þreyttum Íslendingum í fimm daga heilsuferð

Heilsuferðir | 15. apríl 2023

Erla flutti til Ítalíu og býður þreyttum Íslendingum í fimm daga heilsuferð

Erla Hrund Bronson jógakennari flutti til Ítalíu í fyrra með eiginmanni sínum Stuart Leigh Bronson, þremur börnum og hundi. Þá hafði fjölskyldan búið á Íslandi í nokkurn tíma en ekki fengið alveg þá lífsfyllingu sem þau vonuðust eftir. Erla Hrund segir að það sé mjög mikill hraði á Íslandi og að fólk þurfi að kunna að ná sér niður. Það er einmitt þess vegna sem hún stendur fyrir heilsuferð til Toskana héraðsins á Ítalíu í maí ásamt Estrid Þorvalsdóttur jógakennara og talnaspekingi. Ferðin hefst 28. maí og stendur til 2. júní. 

Erla flutti til Ítalíu og býður þreyttum Íslendingum í fimm daga heilsuferð

Heilsuferðir | 15. apríl 2023

Erla Hrund Bronson flutti til Ítalíu með eiginmanni, þremur börnum …
Erla Hrund Bronson flutti til Ítalíu með eiginmanni, þremur börnum og hundi. Nú ætlar hún að vera með fimm daga endurstillingu fyrir þreytta Íslendinga. Ljósmynd/Samsett

Erla Hrund Bronson jógakennari flutti til Ítalíu í fyrra með eiginmanni sínum Stuart Leigh Bronson, þremur börnum og hundi. Þá hafði fjölskyldan búið á Íslandi í nokkurn tíma en ekki fengið alveg þá lífsfyllingu sem þau vonuðust eftir. Erla Hrund segir að það sé mjög mikill hraði á Íslandi og að fólk þurfi að kunna að ná sér niður. Það er einmitt þess vegna sem hún stendur fyrir heilsuferð til Toskana héraðsins á Ítalíu í maí ásamt Estrid Þorvalsdóttur jógakennara og talnaspekingi. Ferðin hefst 28. maí og stendur til 2. júní. 

Erla Hrund Bronson jógakennari flutti til Ítalíu í fyrra með eiginmanni sínum Stuart Leigh Bronson, þremur börnum og hundi. Þá hafði fjölskyldan búið á Íslandi í nokkurn tíma en ekki fengið alveg þá lífsfyllingu sem þau vonuðust eftir. Erla Hrund segir að það sé mjög mikill hraði á Íslandi og að fólk þurfi að kunna að ná sér niður. Það er einmitt þess vegna sem hún stendur fyrir heilsuferð til Toskana héraðsins á Ítalíu í maí ásamt Estrid Þorvalsdóttur jógakennara og talnaspekingi. Ferðin hefst 28. maí og stendur til 2. júní. 

Áður en Erla Hrund flutti til Íslands höfðu þau fjölskyldan búið í Doha, Danmörku og í Lundúnum. 

„Við fluttum víða út af vinnu mannsins míns, en svo þegar hann fór að vinna sjálfstætt í fjarvinnu þá skipti ekki máli hvar vinnan færi fram,“ segir Erla Hrund en eiginmaður hennar er alinn upp sem diplómat og vinnur í dag sem fjármálaráðgjafi og fleira.

„Við keyptum hús á Íslandi og héldum að þetta væri draumurinn en komumst að því fljótalega að þetta væri ekki fyrir okkur. Mér finnst hvorki garðvinna né það að ryksuga stiga skemmtilegt. En aðallega fannst mér mikill hraði á Íslandi og mikið verið að keppast við tímann. Sem er svo sérstakt því það eru svo sem ekki langar vegalengdir. Okkur fannst við sem fjölskylda ekki vera að eyða eins miklum tíma saman og okkur langaði,“ segir Erla Hrund aðspurð að því hvers vegna hún hafi flutt frá Íslandi en Smartland fjallaði um einbýlishús fjölskyldunnar þegar það fór á sölu í fyrra. 

„Það sem mér finnst áhugavert er að hér áður fyrr leituðum við að skemmtun til að reyna að fylla upp í frítímann okkar. Við fórum í bíó og hittum vini okkar en núna erum við að berjast við það að fá frítíma og eiga tíma með börnunum okkar og fjölskyldu,“ segir hún.

Erla Hrund segir að fólk þurfi að finna jafnvægið í …
Erla Hrund segir að fólk þurfi að finna jafnvægið í lífinu. Hér siglir hún um á bát.

Verona á Ítalíu tók á móti þeim með opinn faðminn. Fjölskyldan býr miðsvæðis í leiguíbúð á meðan þau leita að rétta framtíðarhúsnæðinu. 

„Við hugsuðum ekki um þetta lengi, en höfum oft talað um að okkur langaði að fara til Ítalíu. Við vorum kannski áður að flytja á milli landa vegna vinnunnar en svo skall kórónuveiran á og opnaði margar dyr með fjarvinnu. Við stukkum á þann glugga sem opnaðist en við höfum svo sem ekki verið að velta hlutunum of mikið fyrir okkur,“ segir hún og segir að fjarvinna eiginmanns hennar hafi spilað stórt hlutverk þar. Það að hann sé ekki lengur bundinn við staðsetningu gaf þeim meira svigrúm til þess að láta draumana rætast. Það þarf þó að huga að mörgum hlutum þegar flutt er á milli landa. Börnin þurftu til dæmis að læra ítölsku og fóru strax í einkakennslu til að læra málið. Erla Hrund segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir þau öll. Ekki bara börnin. 

„Ég kunni ekki ítölsku og það er kannski búið að vera mest krefjandi fyrir mig og krakkana. Það eina sem ég hefði gert öðruvísi hefði verið að undirbúa þennan flutning betur. En svo er þetta þannig núna að börnin eru öll farin að tala ítölsku og ég byrjuð í ítölskunámi til að halda í við þau. Það var hluti af planinu að læra nýtt tungumál. Við áttum svo sem ekki von á að þetta yrði auðvelt. En krakkarnir eru ótrúlega flottir og eiga auðvelt með að aðlagast. Það hefur örugglega hjálpað þeim að þau hafa ferðast með okkur út um allt síðan þau voru lítil.“

Erla Hrund hefur ferðast mikið með fjölskyldunni. Hér er hún …
Erla Hrund hefur ferðast mikið með fjölskyldunni. Hér er hún ásamt eiginmanni og börnunum þremur.

Erla Hrund var strax með þá hugmynd að vera með jógakennslu á Ítalíu en þannig kviknaði hugmyndina af fimm daga jóga „reset“ sem fram fer á fimm stjörnu boutique hóteli í Toskana sem heitir Vin og er rekið af íslendingum. 

„Ég hafði heyrt af þessu hóteli og hugsaði þetta ekki lengra þá. Þegar hugmyndin af jógaferðinni kviknaði vissi ég að þetta væri rétti staðurinn. Það er mjög dýrmætt fyrir fólk að fara frá heimilinu, vinnu eða einhverskonar skuldbindingum heima og í svona ferð. Við viljum að fólk fá hvíld, njóti góðs matar og finni sínar bestu hliðar. Finni þetta jafnvægi sem krefst rórrar og friðar. Í ferðinni fær fólk verkfæri til þess geta haldið áfram í vegferð að jafnvægi í daglegu lífi. 

Jógaferðin snýst meira um að endurstillast og fá að finna jafnvægið sem býr innra með okkur. Þetta jafnvægi sem á það til að vera í ójafnvægi þegar við gleymum að næra okkur sjálf og hlúa að okkur. Það er rosalega mikill hraði í samfélaginu og það er ömurlegt fyrir manneskjuna að búa við hann. Það hefur komið fram að um 80% af læknaheimsóknum eru tengdar álagi og stressi. Þetta hefur mikil áhrif á lífsgæði okkar. Ég þekki þetta sjálf og ég er mjög viðkvæm fyrir álagi og ég finn mikinn mun þegar ég einfalda líf mitt og legg reglulega inn á mig,“ segir hún. 

Þegar Erla Hrund er spurð að því hvernig jógaferðin hafi orðið til segir hún að Estrid hafi haft samband við hana og spurt hvort þær ættu ekki að leiða saman hesta sína. 

„Við Estrid erum mjög góðar saman og erum með ólíkan bakgrunn. Ég tók að mér að finna stað fyrir jógaferðina og þá kom þetta hótel bara upp og mér fannst gaman að gera þetta með Íslendingum,“ segir hún og á þá við hótelið Vin hótelið í Toskana sem rekið er af Íslendingum, Starra Steindórssyni og hans fólki. 

„Þeir keyptu þetta fyrir nokkrum árum og gerðu fallega upp en varðveittu það góða sem var fyrir. Allur matur og vörur koma úr garðinum eða frá næstu bændum. Það er alveg sama hvort það er vín, ólífuolía eða annað. Þau eru búin að gera þetta ofsalega fallegt og staðsetningin sjálf er bara fullkomin til þess að ná þessari hvíld.“

Erla Hrund lærði að vera jógakennari árið 2000.
Erla Hrund lærði að vera jógakennari árið 2000.

Erla Hrund lærði að vera jógakennari árið 2000. Síðan þá hefur hún verið að kenna jóga meira og minna. Hún segir að starf jógakennarans kalli á stöðuga endurnýjum og uppfærslu. 

„Það að vera jógakennari er endalaust nám og endurmenntun eins og lífið er bara. Svo hef ég þróast meira út í áfallalosun og finnst meiri þörf á því í samfélaginu núna. Ég hef verið að kenna jóga í fangelsi, á geðdeild unglinga og hefði gjarnan viljað sjá jógakennslu í skólum. Ég hefði svo viljað fá þessi verkfæri sjálf þegar ég var unglingur. Ef við losum okkur ekki reglulega við álag og áföll þá er hætta á því að þau komi fram í veikindum og jafnvel kulnun. 

Estrid er búin að vera í þessu lengi og hefur verið að vinna með Gabor Maté aðferðina og hefur kennt síðan 2009. Svo er hún talnaspekingur og er með endalausa visku þegar kemur að jóga og jógafræðunum. Fólk þarf að leggja inn á sig og það er markmiðið með þessu. Að fólk fái næringu og fari heim endurnært og með verkfærin með sér til þess að halda áfram,“ segir Erla Hrund. 

mbl.is