Kjörnir fulltrúar ættu að gæta sér hófs

Vextir á Íslandi | 3. júní 2023

Kjörnir fulltrúar ættu að gæta sér hófs

„Ég er þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar eða æðstu embættismenn þjóðarinnar geti aldrei verið leiðandi í launasetningu. Það er útilokað í mínum huga að framkvæmdin á væntum launahækkunum verði eins og hefur verið kynnt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við mbl.is.

Kjörnir fulltrúar ættu að gæta sér hófs

Vextir á Íslandi | 3. júní 2023

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að ná þurfi verðbólgunni niður á …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að ná þurfi verðbólgunni niður á næstu 12 mánuðum til þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar eða æðstu embættismenn þjóðarinnar geti aldrei verið leiðandi í launasetningu. Það er útilokað í mínum huga að framkvæmdin á væntum launahækkunum verði eins og hefur verið kynnt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við mbl.is.

„Ég er þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar eða æðstu embættismenn þjóðarinnar geti aldrei verið leiðandi í launasetningu. Það er útilokað í mínum huga að framkvæmdin á væntum launahækkunum verði eins og hefur verið kynnt,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við mbl.is.

Laun æðstu ráðamanna þjóðar­inn­ar munu að óbreyttu hækka um sex pró­sent í upp­hafi júlí­mánaðar.

Miðstjórn Framsóknarflokksins skoraði á forystu flokksins að vera leiðandi í aðgerðum til þess að ná niður verðbólgu á miðstjórnarfundi sem fór fram á Grand Hótel.

Lilja segir skilaboðin skýr og að verðbólga sé stærsta verkefni íslensks samfélags.

„Það voru skýr skilaboð hjá miðstjórnarfulltrúum um að kjörnir fulltrúar ættu að gæta sér hófs og vera leiðandi í því að ná verðbólguvæntingunum niður,“ segir Lilja.

Þurfa að ná niður verðbólgu á næstu 12 mánuðum

Hún segir að launaþak á kjarasamningum hafi verið notað til þess að reyna að ná tökum á verðbólguvæntingum.

„Allt sem við gerum þarf að miðast við það við náum verðbólgunni niður á næstu 12 mánuðum til þess að koma í veg fyrir að við séum komin inn í víxlverkun launa og verðlags. Við erum að nálgast jákvæða raunvexti eftir síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans.

Næstu skref sem við tökum á vinnumarkaðnum þurfa að vera mjög vel úthugsuð, slá á verðbólguvæntingar. Öll launasetning verður að taka mið að því,“ segir Lilja.

Hún segist ekki taka áskorun miðstjórnarinnar sem gagnrýni á forystu flokksins.

„Alls ekki. Þetta er nákvæmlega það sem við stöndum fyrir og við erum mjög sammála okkar fólki. Grasrótin er hryggjarstykkið í flokksstarfinu þannig að ég fagna sannarlega þessari umræðu og þessari áskorun,“ segir Lilja.

mbl.is