Segir launamisréttið svíða

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Segir launamisréttið svíða

„Við teljum fullt tilefni til að boða fund til að kanna hvort ekki sé hægt að ná samtali í gang og við förum bara með því hugarfari inn í fundinn,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is um samningafund félagsins og viðsemjenda sem hefst núna klukkan tíu.

Segir launamisréttið svíða

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir gengur bjartsýn til fundar.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir gengur bjartsýn til fundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við teljum fullt tilefni til að boða fund til að kanna hvort ekki sé hægt að ná samtali í gang og við förum bara með því hugarfari inn í fundinn,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is um samningafund félagsins og viðsemjenda sem hefst núna klukkan tíu.

„Við teljum fullt tilefni til að boða fund til að kanna hvort ekki sé hægt að ná samtali í gang og við förum bara með því hugarfari inn í fundinn,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is um samningafund félagsins og viðsemjenda sem hefst núna klukkan tíu.

„Í grunninn er það sem stendur út af núna krafan okkar um sömu laun fyrir sömu störf. Þetta eru ellefu aðildarfélög sem eru að semja og þau komu saman vegna verkfallsvörslunnar í gær og skilaboðin eru mjög skýr um að það verði að tryggja eingreiðslu upp á 128.000 krónur, það eru 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir formaðurinn.

Vilja fá hversdaginn sinn aftur

Aðildarfélög BSRB sem standa sameiginlega að verkfallsaðgerðum hafa ákveðið að greiddar verði 30.000 krónur fyrir hvern heilan dag sem félagsfólk leggur niður störf, miðað við 100% starfshlutfall. Staðgreiðsla skatta er tekin af verkfallsbótum.

Sonja kveðst ganga bjartsýn til fundarins. „Það gerir maður alltaf og við vonum bara að þetta gangi hjá okkur. Maður heyrir það líka á fólki að þetta launamisrétti svíður og því þykir leitt að þurfa að leggja niður störf til þess að knýja fram þessa kröfu, auðvitað vilja allir fara aftur í vinnu og fá hversdaginn sinn aftur. Núna sjáum við bara hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Sonja Ýr.

mbl.is